Nú skil ég afhverju

Árni Matt var svona stressaður í sjónvarpsviðtalinu um daginn þegar hann var að lýsa því sem hann sagði við Mr. Darling.   Viðbrögð og  svör Darling daginn eftir samtalið þ. 8. október þurfa ekki að koma á óvart, því Darling endurtók bara það sem Árni sagði honum,  að við myndum sennilega ekki borga, af því að við ættum ekki peninga fyrir þessu öllu, sem var alveg rétt, en stundum má satt kyrrt liggja og sennilega hefur nú verið logið af minna tilefni í pólitík en þessu.  Svo koma upplýsingar um fund í London 2. september með Björgvini viðskiptaráðherra þar sem hann segir breskum stjórnvöldum að allt sé í himnalagi í Landsbankanum og nokkrum dögum síðar er hann greiðsluþrota og kröfur breskra innistæðueigenda  nema mörg hundruð milljörðum íslenskra króna. Milljörðum sem Íslenska ríkið er í ábyrgð fyrir,  Sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað frekar, hefði nú hinn litriki Ólafur Ragnar í dagvaktinni sagt. 

Menn hafa axlað ábyrgð af minna tilefni en þessu og ég vona að þessir ráðherrar tveir og fleiri sjái sóma sinn í því að biðja þjóðina afsökunar þegar þeir segja af sér embætti.  Ég vona að þeir öðlist kjark til þess fyrr en seinna. 

Hvað kemur í ljós á morgun ?

Ég vona að enginn verði fyrir skaða í óveðrinu sem nú gengur yfir landið..

Hafið það eins og þið viljið Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband