Tók mér hálfgert fréttafrí um helgina
14.10.2008 | 14:50
Ég var að verða svo deprimeraður og reiður í lok síðustu viku að ég tók mér eiginlega frí frá fréttum að mestu, þó ég hafi séð Egil Helgason missa sig í Silfrinu, ótrúlegt að horfa á jafn reyndan mann fara svona með gullið tækifæri. Mér fannst reyndar þetta mikið auglýsta viðtal fara fyrir ofan garð og neðan vegna stjórnleysis, stjórnandans sem greinilega var mjög reiður. Það var fínt að kúpla sig aðeins út og reyna að ná áttum í öllum þessum holskeflum sem á okkur dynja. Ég er enn sannfærðari en áður að nú verðum við að nýta tækifærið til að gefa uppá nýtt og koma á vitrænum leikreglum í landinu. Ég þurfti á smá læknishjálp að halda í síðustu viku og datt inná einkarekna heilsugæslustöð í Kópavogi og ætlaði að fá tekinn úr mér saum. Mér var sagt að það væri hægt fyrir 2.200 kall af því að það væri læknir sem myndi taka sauminn og að ég þyrfti að bíða í ca. klukkutíma erftir þjónustunni. Ég nennti ekki að bíða og sennilega rukkar líka læknirinn fimmfalt þetta verð svo að ég ákvað að taka samfélagslega "kreppuábyrgð" og fá vinkonu mína til að æfa saumatöku úr olnboga. Við hittumst á almenningssalerni á Grand Hóteli þar sem hún mætti með smáskæri og plokkara og saumarnir hurfu á 2 mínútum.
Ég byrjaði svo aftur í "ræktinni" í morgun í Nautilus í Versölum og ætla að vera duglegur með badmintoninu og fótboltanum og göngutúrunum mínum. Markmiðið er að ná þvi að geta skokkað nokkuð létt eina 10-20 km og synt 1500 - 2000 metra skriðsund svo ég geti tekið þátt í þríþraut á næsta ári án þess að ganga alveg frá mér..
Smelli inn mynd af samstöðu í kreppunni.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Athugasemdir
Life will never be the same...!!, 15.10.2008 kl. 11:15
Ég gleymdi auðvitað að taka fram að þetta var almenningssalerni fyrir "fatlaða"
Magnús Guðjónsson, 15.10.2008 kl. 11:25
Gott er að hittast á Grand Hótel- góð hún er með skærin...Ég ætla líka að byrja í ræktinni aftur! Kveðja.
Eyþór Árnason, 15.10.2008 kl. 21:47
´sterkur strákur Magnús
Jón Snæbjörnsson, 17.10.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.