Nýja Ísland

Hvernig verður nýja Ísland ?  Það verður nákvæmlega eins og við viljum hafa það sjálf.  Við erum svo heppin að hafa kosningarétt og við getum valið okkur fólk til forystu.  Ég  hef verið stuðningsmaður flestra ríkisstjórna sem setið hafa á Íslandi frá því að fór að spá í pólitík og ég meira að segja batt vonir við þá sem nú situr.  Það fer um mig hrollur þegar ég hugsa um aðgerðarleysi þessara ríkisstjórna gagnvart aðdragandanum að þeirri stöðu sem nú er komin upp.  Þegar ég tala um ríkisstjórnir í þessum pistli þá á ég líka við stofnanir ríkisins, eins og Fjármálaeftirlit og Samkeppniseftirlit, sem hefur sýnt sig að eru handónýtar stofnanir, svo ekki sé nú talað um blessaðan Seðalabankann sem rúinn er öllu trausti og menn brosa bara útí annað þegar hann er nefndur, allir nema Geir Haarde. 

Ríkisstjórnir, stjórnarandstaða og Forsetinn sjálfur,  bera öll  mikla ábyrgð á því að hafa leyft 10 - 20 mönnum, sem hefur verið hampað um allt, að skuldsetja þjóðina með þeim hætti sem uppá yfirborðið er að koma.  Ég ætla að vona að þeir sem hafa leyft þessu að gerast, með bundið fyrir augun, skammist sín og hafi hljótt um sig þegar IMF verður búinn að taka yfir hér á næstu dögum.  Það er engin önnur leið fær en aðstoð frá IMF og satt best að segja hugnast mér það bara ágætlega.  Þeir munu setja skýrar reglur og það er það sem við þurfum núna skýrar reglur. 

Almenningur getur tekið höndum saman og komið sér upp nokkurskonar Samvinnufélögum til að sjá um grunnþætti í þjónustu, eins og verslun, flutningum, tryggingum, samgöngum, sjávarútvegi, bankastarfssemi  ofl.  Látum það aldrei, aldrei aftur gerast á Íslandi að hópur manna sem kemst fyrir í einum Econline nái hér öllum verðmætum þjóðarinnar á sitt vald og geti kúgað þjóðina með þeim hætti sem við erum að upplifa þessa dagana.  Þetta er ekkert annað hrein og klár kúgun og andlegt ofbeldi sem þjóðin er að ganga í gegnum.  

Ég er tilbúinn til að fara í stríð til að varðveita hagsmuni þessarar þjóðar til framtíðar og við verðum að skipta út öllu settinu,  líka Steingrími Joð og Guðna Ágústssyni,  ekki bara núverandi stjórnarflokkum heldur líka stjórnarandstöðunni, hún hefur brugðist. 

Nú er tækifærið  til að stokka allt upp og gefa uppá nýtt,  auðlindir þjóðarinnar eiga að vera þjóðareign ekki einkaeign einhverra nokkurra einstaklinga sem eru búnir að veðsetja allt sem hægt er að veðsetja  margfalt.  Við eigum ekki að hafa alla smásöluverslun og önnur viðskipti  í höndum öfrárra  aðila sem hafa okkur að fíflum og skammta sér og okkur lífsafkomu,  þetta var systemið fyrir 100 árum,  hendum því aftur eins og við gerðum þá og slítum af okkur hlekkina.

Endurskipuleggjum Ísland núna,  það verður ekki annað betra tækifæri til þess.

Hafið það eins og þið viljið og vonandi verður gott veður um helgina.

Magnús G. Halo

Þjóðfáninn SÍS  GAMLI   lifir 

Ég set inn merki samvinnuhreyfingarinnar til að minna okkur á gildi samvinnu og semheldni á komandi misserum og árum.  Samvinnuhreyfingin átti stóran þátt í að þessi þjóð varð bjargálna á síðustu öld, við getum endurtekið það sem við kunnum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband