Maður en nú bara eiginlega hálfdofinn

á svona dögum.   Ég  bara sver það að ég átti alls ekki von á því að upplifa neitt því líkt og gengið hefur á  undanfarna daga og vikur í Íslensku viðskiptalífi.  Það er akkúrat ekki neitt sem maður getur gert í stöðunni annað en fara bara með æðruleysisbænina örlítið breytta og  bæta bara inn kæruleysi í staðinn fyrir æðruleysi.  Viðskiptabankinn minn til margra áratuga er bara horfinn í þeirri mynd sem hann var og  enginn veit hvað við tekur,  atburðarásin er svo hrikalega hröð að ég er ekki viss um að menn bara hangi með.  Alltí einu verður maður aftur kominn með íbúðalánin sín í Íbúðalánasjóð og guð má vita hvað verður um lífeyrissparnaðinn sem ég hef verið að leggja inní Landsbankann,  sem í síðustu viku var talinn vera traustasti banki á Íslandi.

Ég  henti fram í bloggfærslu hér fyrir nokkrum dögum, í  hálfkæringi, að við værum í viðræðum við Rússa um gjaldeyrisöflun til að tryggja gjaldeyrsforðann, að það sé hugsanlega raunin er nú bara ótrúlegt.  Alveg er ég sammála Geir Haarde að þegar vinir þínir bregðast þá leitar þú nýrra vina, því við þurfum svo virkilega á vinum að halda akkurat núna.  Það sannast hér eins og svo oft áður að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.  Það er líka athyglivert að Norðmenn skuli hafa getað grafið sig útúr olígróðanum í dag og boðið aðstoð, ef eftir væri leitað,  nú þegar við erum komnir í samband við Rússa,  afhverju í andskotanum komu þeir ekki fram fyrr, eða voru okkar menn kannski með einhvern hroka við þá. 

Það þarf að nota  þetta tækifæri sem er að gefast til að hreinsa til,  hreinsa ruglið útúr íslensku viðskiptalífi og koma á eðlilegri hugsun og eðlilegum viðskiptaháttum og siðferði.  Ég  játa alveg að hafa verið orðinn smitaður af þessum glannaskap  og  jafnvel hampað sumum af þeim sem í ljós er komið að hafa leitt okkur sem þjóð út að þann þunna ís sem við nú erum á.   Stjórnvöld eru ekki alls ekki stikkfrí  í málinu og þurfa að axla sína ábyrgð að fullu og líka þeir sem bera ábyrgð að stöðunni eins og hún er.   Auðvitað er þetta hluti af alþjóðlegri Fjármálakreppu en staðan á Íslandi er svo miklu miklu verri en annarsstaðar  af því  er virðist.   Ég ætla að vona að okkur lánist að setja þannig leikreglur fyrir framtíðina að börnin okkar geti búið sátt og sæl og að allir hafi sömu möguleika til að blómstra og  að við verðum með raunverulega löggjöf um eignarhald á fjármálastofnunum, fjölmiðlum og um hringamyndun í viðskiptum.  Köngulóarvefirnir sem búið er að spinna eru margir hverjir svo flóknir að spunameistararnir eru löngu hættir að skilja þá.

Annars hef ég það bara gott og vona að þið hafið það eins og þið viljið.

Magnús G. Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband