Það er búið að vera merkilegt

að fylgjast með þróun Glitnismálsins í dag og heyra nánast í hverjum einasta fréttatíma einhverja nýja hlið á málinu.  Ég  hélt í gær að menn hefðu bara haft kjark til að horfast í augu við raunveruleikann og gert það eina rétta í stöðunni,  en nú er ég farinn að efast og veit varla hverjum ég á að trúa.  Þetta er allt eitthvað einkennilegt og  varla eru öll kurl til grafar komin enn.  Ef rétt er að Ríkið með Seðlabankann í forystu hefur nánast stolið eða  rænt bankanum af eigendum hans  og misnotað stöðu sína með fólskulegum hætti, þá sé ég ekki annað en að fólkið í landinu eigi að refsa Sjálfstæðisflokknum harkalega og gefa þeim ágætu mönnum langt langt frí frá stjórn landsins.  Varla er hægt að refsa Samfylkingunni sem virðist bara vera áhorfandi að öllu saman,  reyndar fannst mér Viðskiptaráðherran aumkunarverður í sjónvarpinu að reyna að halda því fram að hann hafi verið með í leiknum,  ég held hann ætti að bíða aðeins og kannski vera feginn að hann var skilinn útundan. 

Annars er september búinn að vera mér góður og ég fer sáttur inní október.

Hafið það eins og þið viljið.

Magnús G.  Whistling

 

ÞRÍÞRAUIN Á ÍSAFIRÐI 004


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband