Að horfast í augu við raunveruleikann

Þannig upplifi ég atburði helgarinnar og dagsins.  Ég get ekki annað en tekið ofan fyrir stjórn og stjórnedum Glitnis fyrir þann kjark sem þeir sýndu er þeir leituðu aðstoðar í þeirri stöðu sem þeir voru komnir í.  Ég skil líka vonbrigðin hjá forstjóranum og stjórnarformanninum að ekki hafi verið aðrar leiðir færar á þeim tíma sem menn höfðu til umráða.  Þessir atburðir eru núþegar farnir að hafa domino áhrif sem endurpeglast í greiðslustöðvun Stoða, kannski sjáum við eitthvað meira af slíku, en vonandi ekki.   Ég  hef lengi haft áhyggjur af samþjöppun og krosseignarhaldi í fyrirtækjum á Íslandi og afleiðingunum þegar erfiðleikarnir koma, þvi alltaf koma erfiðleikar.  Guðni Ágústsson kallar þetta svartan dag,  en ég er ekki sammála honum, þetta hefði getað orðið svartur dagur ef ekkert hefði verið aðgert en sem betur fer eru menn með kjark í Glitni og  ekki síður í Seðlabankanum.  

Hinsvegar langar mig að fara ein 21 ár aftur í tímann og minnast gleðistundar á Fæðingardeild Landspítalans, þegar okkur Helgu fæddist einkadóttirin Sigrún Ásta  sem er 21 árs í dag.   Innilegar hamingjuóskir Sigrún mín með daginn  og  njóttu hans.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Cool

Sigrún Ásta á útskriftardaginn sem student í vor.

Fjölskyldumyndir og  Stútdentsmyndir 2008 021


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Mikið til i þessu hjá þér Magnús - verst hvað þjóðfélagið er djúpt sokkið eða margir komnir í vesen og þá fyrst og fremst vegna óráðsíu - en við rísum upp aftur eins og ávalt - mættum fara að læra að spara og leggja fyrir

til hamingju með dótturina

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband