Römm er sú taug

sem er klemmd og orsakar tilfinningaleysi í fingrunum en nú er búið að losa hana blessaða.  Ég fór semsagt í aðgerð í dag, var skorinn í olnbogann og taugin losuð.  Það fór um mig undarlegur straumur þegar verið var að krukka í þetta og losa um taugina og  allar líkur á að aðgerðin hafi tekist vel.  Þessi klemma er búin að há mér lítilsháttar í nokkra mánuði og nú sé ég fram á bjartari tíma og þetta hefur kennt mér hvað heilsan er feikilega mikilvæg og  hvetur mig enn meira til að gæta hennar vel. 

Hafið það eins og þið viljið um helgina..

Magnús G. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Gott að allt gekk vel Gangi þér vel á ná fullum kröftum í hana blessaða.

Solveig Friðriksdóttir, 28.9.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

var það þessi sem má gera ljóta merkið með

annars gott að vita af þér félagi og hafðu það gott

mvh

Jón Snæbjörnsson, 29.9.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Nei Nonni minn það var nú ekki sá putti sem var í vandræðum heldur sá við hliðina og sá litli sem öllu stjórnar.  Sömuleiðis hafðu það sem best. 

Magnús Guðjónsson, 29.9.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband