Kominn í Kópavog

eftir að hafa fokið  vestur á  Klaustur í  gær,  þ.e.a.s. þegar  það  var lens  en  á  milli  fauk ég  útaf  veginum  en slapp  óskaddaður  til  Kalla á  Icelandair  Hotel á Klaustri,  sem aumkaði  sig  yfir mig og lánaði mér  herbergi til  þvotta og  hvíldar í  3 tíma.  Frábært að  eiga  fólk eins  og  Kalla og Svönu að þegar maður þarf á því  að  halda.  Frábært  fólk  sem rekur glæsilegt  Hótel á Klaustri sem ég hvet  alla til að nýta  sér  á ferðum sínum.  Ég  tók  ákvörðun um það í  gær að segja  stopp  vegna  þessa  doða sem er í vinstri  hendinni  og hefur  heldur ágerst  og  ég var farinn að hafa  minni stjórn  á  hreyfingum en  áður,  þannig að  þetta var  bara  að verða hættulegt.   Það  er  talið að  ég sé  bólginn rétt neðan við úlnliðinn  og bólgan  þrýsti á  taugarnar  sem orsaki þetta.  Þetta á að  jafna sig á nokkrum dögum..  Ég  er  samt ánægður með túrinn  rúmir  400 km  á  4 dögum  og  langtimum  í  mótvindi..  Ég klára bara  hringinn þegar  Ísbjörninn er  kominn í  búr og höndin  í lag. 

Set  inn  tvær  myndir úr  ferðinni  þegar ég  fór af  stað 

Hjóatúr júní 2008 002

og  svo  eina af  búnaðinum,  tjaldinu, fararskjótanum og  kerrunni.

 

Hjóatúr júní 2008 041

 

Hafið það eins og þið viljið á Þjóðhátíðardaginn og  passið ykkur á Ísbjörnunum, þeir  eru hættulegir. 

Magnús G  Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband