Fín ferð á Selfoss í dag..
25.5.2008 | 15:13
Breiðablik A í 6. flokki gerði ágæta ferð á Faxaflóamótið á Selfossi í dag. Strákarnir unnu 3 leiki 4-3, 2-1, 6-0 og gerðu eitt 1-1 jafntefli. Liðið er alls ekki nógu vel samstillt og langt frá því að leika af þeirri getu sem býr í þessum strákum. Liðið var afar vel spilandi á síðasta ári og eitthvað hefur gerst í vetur sem nú verður að laga og ná upp miklu betra spili og meiri baráttu sem einkenndi alltaf þessa stráka.
Þetta var samt frábær árangur og drengirnir stóðu sig vel og vita að þeir þurfa bara að fínpússa þetta núna. Ég hlakka til að fylgjast með þeim í sumar og sérstaklega í Vestmannaeyjum á Shell móti þar sem þeir unnu C riðilinn í fyrra en spila nú sem A lið og það verður erfiðara þetta árið það er nokkuð ljóst.
Hákon tekur aukaspyrnu í nýju skónum sem reyndust mjög vel.
Vona svo að Valsmenn smelli saman í kvöld í fyrsta leik á sínum heimavelli..
Hafið það svo eins og þið viljið
Magnús G.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.