Jólin alveg að koma og ég er bara að verða tilbúinn í þau....

Jæja  þá  er er  smá hlé í  öllum veisluhöldunum sem byrjuðu á  jólahlaðborði  á  fimmtudaginn,  að  vísu  var bara létt salat  hjá  Jonna  á  Energía bar í gær en í kvöld  var  stúdentsveislan hans Guðjóns míns,  frábær  veisla  fyrir nánustu  skyldmenni og vini Guðjóns,  fínar  snittur og spjót  frá Jóni Rúnari Areliussyni.   Á  morgun verður svo  árleg skötuveisla  Mömmu sem ég held nú eins og  undanfarin  8 - 10 ár, þá  mæta  allir  sem geta af systkynunum og börnum þeirra,  skatan verður elduð á  svölunum eins og venjulega  af  tillitsemi við aðra íbúa hússins og til að  draga úr lyktinni..Ég  geri ráð fyrir mörgum á morgun  og  krakkarnir  fá  Dominos  flatbökur þ.e.a.s.  þeir sem ekki borða skötuna..

Það er búið að  vera frábært að upplifa þetta stúdents  dæmi allt með Guðjóni  og  ég  er  mjög stoltur af  honum og  hlakka til að fylgjast með honum á  komandi  árum,  hann á eftir að spjara sig fínt.. Ég  fæ  vonandi að endurtaka þetta  allt  í vor þegar  Sigrún  Ásta útskrifast..  

Hákon  minn flutti til mín á  fimmtudaginn og er búinn að vera á mína ábyrgð síðan þá og  mikið  er ég  nú þakklátur fyrir að eiga þennan  frábæra strák, sem er búinn að vera eins og Jólaljós  allan  tímann  og  veitt mér ómetanlega gleði..   Framundan eru jólin og  við verðum  saman á aðfangadag og svo eitthvað á  annan og  aftur um áramótin sem við eyðum með  Kristjáni og Bergþóru að vanda og verðum heima hjá Helgu þetta árið ..

Í  gær  var hátíð lambsins í  Marokkó  og  er  það  gríðarlega mikil  fjölskylduhátíð  hjá  Múhammeðstrúarmönnum,  ekki minni en okkar jól,  það  lamast í rauninni allt í víku til 10 daga eins hér nú þegar eru svona jól (Stórubrandarjól)  með svona mörgum frídögum. 

Ég óska  öllum gleðilegra jóla og  farsældar á komandi árum  og  vona  að allir hafi það eins og þeir vilja  á jólunum eins og alltaf..

Magnús G. Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband