Nokkrir punktar frá Marokkó.....
13.9.2007 | 00:10
Jæja þá er maður kominn heim aftur eftir nokkura daga ferðalag til Agadir enn og aftur. Frábær borg Agadir og ég bara hvet alla sem hafa áhuga á einhverju öðru en Kanarí og eða þessum hefðbundnu Íslensku áfangastöðum að kíkja á Agadir.. Ég var svo heppinn núna að ég þurfti að fara degi fyrr vegna samgangna og náði þess vegna einum hálffrídegi á sunnudaginn... Það var að vísu hringt í mig um morguninn og ég beðinn að hitta mann sem ég og gerði. Maðurinn er skandinavi sem er búinn að vera búsettur í Marokko í 15 ár og á hér bú og börn með konu sinni sem er héðan. Ég hitti hann og son hans Hassan 9 ára sem er hálfur skandinavi. Hassan talar svolítið í skandinavísku, arabísku auðvitað, frönsku og ensku..
Hassan er skemmtilegur strákur og góður í fótbolta að eigin sögn, hann er allt öðruvísi en önnur börn sem ég hef séð hér, með hár niður á herðar og pabbi hans sagði mér að það væri víkingurinn í honum sem brytist svona út.. Við fórum á veitingahús saman þar sem ég borðaði einhvern hefðbundinn Marokóskan rétt sem gerði svo uppreisn í maganum á mér um kvöldið og daginn eftir en maturinn var mjög góður og ég er alveg til að prófa meira af svona mat í framtíðinni.. ´
Ég fékk líka tækifæri til að fara í smá göngutúr um aðal ferðamannasvæðið við ströndina og það er í raun ótrúlegt hvað búið er að byggja upp flotta ferðamannaaðstöðu þarna á örfáum árum, skemmtlegir veitingastaðir, fínar verslanir og allskonar afþreying á ströndinni.
Á morgun þann 13. september byrjar svo RAMADAN og þá breytist allt hér, fólk er búið að vara okkur aðeins við og ef okkur finnst hlutirnir ganga hægt venjulega, þá fyrst byrjar ballið á ramadan, það hægir á öllum hlutum yfir daginn og allt fer á fulla ferð á nóttunni. Það verður bara lífsreynsla að upplifa þetta tímabil með fólkinu hér og ég tek bara því sem að höndum ber..í því...
Aðeins um veðrið, það er bara eins hér dag eftir dag eftir dag.. Er það ekki þannig á Landinu góða líka, nema kannski ekki alveg eins..
Hafið það eins og þið viljið..
Magnús G
Athugasemdir
Hvernig væri að íslendingar færu til Marokkó á tímabilinu sem Ramadam er, og fengju sér afstressunarkúr í haustgjöf..eða afmælisgjöf. Við erum frekar stressuð þjóð, því verður seint neitað. Ferðaskrifstofurnar ættu að selja svona ferðir, ekki bara fara í sólina og slaka á...heldur að sýna fólki öðruvísi aðstæður þar sem virkilega reynir á þolinmæðina. Við verðum glaðari með það sem við eigum eftir svona reynslu, hef reynslu frá Thailandi.
Gangi þér vel í dag að takast á við þolinmæðina.
Kristín (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.