07.09.07. to be, or not to be ..................

Það  er svo mikið að  flottum tölum núna,  svona í upphafi aldar.  eins og  06.06.06  er  Bubbi Morthens  og  07.07.07.  var  einhver  allra  vinsælasti  brúðkaupsdagur  ísalandssögunnar  að  mér er sagt  og  einhver  hellingur  í  viðbót..    07.09.07.  er  einn af þessu flottu dögum  og  hann  tengist  mér  ansi  mikið,  þessi fallegi  dagur,  eins og Bubbi söng  svo  fallega.   Í  dag  á ég nefnilega brúkaupsafmæli   22 ára  brúðkaupsafmæli  og það  minnir  mig  á  fallegan  dag  árið  1985,  þegar ég  steig  eitt  af  mínum mestu auðnusporum  á  lífsleiðinni..  það  er  ljóst..  En nú er  ég  skilinn og þess vegna  kemur þessi  spurning upp  í  hugann,  heldur maður áfram að eiga  brúðkaupsafmæli  eða  ekki,  þ.e.a.s. eftir  að maður  er skilinn..  Ég  er ekki viss og  kalla  eftir  skoðun  á  þessu..    Annars  ætlar  þessi ágæti dagur í dag að  standa undir nafni,  hann  byrjar  kröftuglega  og  í dag  er  kosið  hér í  Marokkó  og  menn  mæta  í sínu fínasta  pússi á kjörstað og  greiða  sín atkvæði.   Ekki  er  ég nú mikið inní  flokkspólitíkinni  hér  en  mér sýnist vera góður jarðvegur  fyrir  vinstiri  sinnaða  "svo kallaða"  jafnaðarmenn  hér  og   hafa  þeir  farið mikinn í  að vekja á sér athygli.   Hvort  þeir eru svo  jafnaðarmenn þegar á hólminn er  komið.  læt ég aðra um að dæma.  

Ég  ætla að gera þetta að góðum degi,  enda  einn af þessum flottu  07.09.07.  og  meðan ég  veit  ekki betur þá  ætla ég  bara að nota tækifærið og gera mér dagamun í dag, það  er  alltaf  pláss fyrir tyllidaga..  

Hafið það eins og þið viljið,  ég ætla að hugsa  vel um  mig..

Magnús G. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör...........en hugleiðingin er góð

'Eg er þeirrar skoðunar að fólk eigi að fá að ráð því sjálft hvort haldið er upp á svona tillidaga eins og brúðkaupsafmæli eftir skilnað. Ég geri það ekki enda skildi ég og þá SKILDI við þennan tillidag ! 

En það er alltaf gaman að gera sér dagamun og njóta þess því þessi tiltekni dagur kemur ekki aftur og því gott að gera hann sérstakan  

Eigðu góðan dag sem og alla aðra daga !

Svana (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:40

2 identicon

Það verða margir stórir dagar á vegi fólks í gegnum lífið. Hvernig fólk heldur svo uppá þá er svo annað mál, það sem er merkilegt hjá einum er ómerkilegt hjá öðrum......En fyrir okkur sem einu sinni áttum og héldum uppá ,,brúðkaupsafmæli,, getum átt í staðinn ,,minningarafmæli,, ....Ég á silfur minningarafmæli í dag..... Hljómar ekki svo galið.

 Njóttu dagsins í dag, jafnt og aðra daga.

Kristín (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 16:38

3 identicon

Sammála skilja við brúðkaupsdaginn þegar maður skilur það er nó af öðrum tillidögum í lífinu  (svo gætirðu átt eftir að gifta þig aftur þá er ekki hægt að eiga tvo nema kannski ef þú giftist sömu konunni aftur)en maður má jú auðvitað muna þetta allt saman hvenær maður giftist , hvenær maður skilidi og svo framvegis en ekki halda áfram að telja eins og maður sé ennþá giftur. Kveðja Lína

Lína (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Frábært að fá  svona  skoðanir á  þessari vitleysu sem manni dettur í hug, þakka ykkur öllum  fyrir,  þetta gerir lífið skemmtilegra.  En svona  til gamans  þá  070907 frábær  dagur hjá  mér og ég naut  hans  í  botn..

Bestu kveðjur og þakkir

MG.

Magnús Guðjónsson, 13.9.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband