Á morgun byrjar nýr mánuður.....September

Á  morgun byrjar uppáhaldsmánuðurinn minn,  September.  Ég  veit  ekki  afhverju, en einhvernveginn þá er  september venjulega  mjög viðburðarríkur hjá  mér og  stórir og  merkilegir hlutir  í  lífi  minu hafa oft  gerst í  september  eða  átt  upptök sín í  þeim ágæta mánuði.  En  hvað er svona merkilegt við þennan  mánuð ?  Ég  er fæddur í september, ég byrjaði sambandið við  Helgu sem ég var með  í  23 ár  í  september,  frumburðurinn  minn hann Guðjón Már er fæddur í september og  einkadóttir mín hún Sigrún Ásta  er fædd í september.  Afdrifaríkar ákvarðanir hef ég oft tekið í september, og  þessi góði mánuður hefur oft valdið straumhvörfum í  því sem ég er að gera og vinna við eða vinna að.    Ég  veit  að  sá  september sem  byrjar á morgun á eftir að verða einn af þeim eftirminnilegustu, þegar  fram líða  stundir,  það  er margt  sem mun gerast jákvætt og  skemmtilegt  og ég hlakka mikið til.  Hér í  Laayoune  er allt með hefðbundnum hætti, veðrið  ágætt, svolítill vindur í 2 daga en  annars fínt.  Reyndar er í gangi kosningabarátta núna og verður maður nokkuð mikið var við hana, aðallega  í  formi plakata á  ólíklegustu stöðum og  miklum fjölda dreifimiða sem fjúka um götur og torg.  Kosið verður þ.  8. september og  fljótlega eftir það eða  ca. 13  september  byrjar RAMADAN  sem er föstumánuður múslíma  og  stendur í 28 daga.   Ramadan getur verið snúinn fyrir okkur  sem ekki erum múslímar  og  t.d.  lokar  veitingahúsið sem sækjum oftast í hádeginu allan Ramadan,  þannig að við verðum kannski bara líka að fasta í hádeginu.  Annars  hef ég það frábært, búin að vera erilsöm  vika  með mörgum óvæntum verkefnum sem öll hafa verið leyst  farssællega  og  þá  verða  flestir kátir..  set inn mynd af húsinu sem ég bý í  í Laayoune.

 Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G. Whistling

 

Heimilið í Laayoune


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært framtak hjá þér Maggi að koma með blogg svo allir geti nú fylgst með þér! Þetta er örugglega sérstök menning og áhugavert að komast í kynni við hana. 

Bestu kveðjur,

Kristín. 

ps. Skemmtileg lína hjá þér, hafið það eins og þið viljið. Þannig er það nefnilega!!

kristín (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband