Skýr skilaboð

Til Ríkisstjórnarinnar um að vinna betur að hagsmunum þjóðarinnar.  Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að samninganefndin sem skipuð var af ríkisstjórninni hafi alls ekki ekki unnið fyrir laununum sínum þegar samið var við Breta og Hollendinga.  Steingrími J. Sigfússyni hefur ekki tekist að sannfæra mig, Forsetann og stóran hluta þjóðarinnar um ágæti þessa samnings, hvað þá forsætisráðherranum, sem ég hef aldrei botnað neitt í pólitískt og skil ekkert í afhverju hún er forsætisráðherra.   Ef ríkisstjórnin er sannfærð um að þessi samningur sé sá besti sem í boði er þá verða þau skötuhjú væntanlega ekki í vandræðum með að sannfæra þjóðina um ágæti hans fyrir okkur.  

Vonandi verður þessi gjörð Forsetans til þess að fagmennska í stjórnarráðinu verði aukin og menn hætti að kasta til höndunum og hugsi betur um afleiðingar gjörða sinna. 

Vonandi verður þessi ákvörðun Forsetans til góðs fyrir okkur sem þjóð, jafnvel þó þetta valdi okkur auknum tímabundnum erfiðleikum.

Hafið það eins og þið viljið  Whistling

 


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög svo sammála

Ásta (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:55

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér félagi Magnús

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband