Alvöru leiðtogi

sem tekur af skarið og ver þjóð í vanda.  Ég ætla svo sannarlega að vona að hinir svokölluðu leiðtogar þessa lands,  Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon,  læri nú af Evu Joly sem talar örugglega í samræmi við sannfæringu sína og hefur kjark til að koma því á framfæri.   Það er auðvitað skammarlegt hvernig ríkisstjórnin er búin að koma málum fyrir og eyðir orkunni í að reyna að sannfæra einhverja best menntuðu þjóð í heimi um að ríkisstjórnin hafi verið að vinna vel.  Á sama tíma og ég gleðst yfir þessum liðsstyrk frá Evu Joly,  þá fæ ég enn frekari sannfæringu fyrir því að sú ríkisstjórn sem nú situr við völd á Íslandi er vanhæf.  

Ég er þakklátur Evu Joly fyrir að verja mig og mína.

 

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband