Skuldir verða færðar niður
5.4.2009 | 13:54
Það er ljóst að gríðarleg skuldaniðurfærsla á sér stað þessa dagana og gríðarlegir fjármunir eiga eftir að tapast í þeim gjaldþrotum nú eru til meðferðar hjá skiptastjórum og í þeim gjaldþrotum sem framundan eru og eru óumflýjanleg við óbreytt ástand. Það er mörgum hulin ráðgáta afhverju Samfylkingin "Jafnaðarmannaflokkur Íslands" flokkur sem kennir sig við alþýðu landsins vill ekki skoða þá tillögu sem jafnar stöðu alþýðunnar í landinu. Tillaga Frasóknarflokksins er tilllaga um jöfnuð sem og margar góðar tillögur eins og Borgarahreyfingarinnar sem er í raun alveg sama tillagan með öðru orðalagi. Ég heyrði ekki þennan þátt á Bylgjunni þar sem Ólína brá fyrir sig ódýrum rökum um hagsmunatengsl SDG við Kögun, reyndar kemur mér það ekki á óvart því auðvitað óttast SF tillögur sem virka fyrir fólkið í landinu. Gömlu bankarnir þrír sem komnir eru á framfæri skilanefnda og eru í raun gjaldþrota í framhaldi af greiðsluþrotinu sem varð í haust og varð til þess að Ríkið yfirtók starfssemi þeirra. Mér er sagt að útgefin skuldabréf af þessum "gömlu" bönkum gangi á 1-2 % af nafnverði þeirra sem merkir á mannamáli að þeir eru einskis metnir og þar með allir milljarðarnir sem þeir hafa lánað til húsnæðiskaupa og til fyrirtækja á Íslandi eru einskis virði.
Það hlýtur að vera nokkuð ljóst að lándrottnar Íslensku bankanna sem nú eru fallnir í valinn, gera sér grein fyrir því að gríðalegar niðufærslur munu eiga sér stað, eignir falla í verði sem aldrei áður, fyrirtækin eru að stöðvast mörg hver og eru ekki með greiðslugetu til að greiða upp skuldir sínar og tap verður óflýjanlegt. Íslenska Ríkið stofnaði þrjá nýja banka í Október á grunni þeirra gömlu yfirtók kröfur bankanna og veitti fólki hliðrun á greiðslum með frystingu. Afhverju gátu þeir það ? Vegna þess að það er enginn að krefja þá um greiðslur vegna þess að þeir eru nýir og skudirnar sitja gömlu bönkunum ennþá. Það mun hinsvegar eiga sér stað yfirfærsla einhverntíma á einhverju gengi, kannski 50% kannski bara 20% og satt að segja held ég að það verði bara nær 20% prósentum sem gengið verður, alla vega ætti það ekkert að vera hærra.
Ríkinu er í lófa lagið að færa öll húsnæðislánin í Íbúðalánasjóð á kaupgenginu þ.e.a.s. 20% og þannig myndast rúm fyrir 20% leiðréttingu og jafnvel enn meira ef þörf er á og miklu fleira fólki þar með gefinn kostur á að standa við sínar skuldbindingar. Það sama á við um fyrirtækin ef þau fá ekki leiðréttingu, þá fara á þau á Hausinn með miklu meiri afskriftum og ómældu tjóni fyrir þjóðfélagið í heild.
Það gengur ekki að fólk sem gefur sig útfyrir að vera jafnaðarmenn gangi erinda kröfuhafanna og fríi þá allri ábyrgð á óábyrgum lánveitinum og ætlist til að almenningur í landinu beri sökina á þessum óförum öllum einir og sér. Ég er löngu hættur að skilja fyrir hvað þessi blessaða Samfylking stendur og hvaða hagsmuni hún er að verja og til hvers. Ég skil alveg Sjálfstæðisflokkinn og fyrir hvað hann stendur enda tala þingmenn hans sumir eins og að sjálfstæðisflokkurinn sé lýðveldið s.b.r. ræða á Landsfundinum um daginn þar sem einn þingmaðurinn sagði að Sjálfstæðisflokkurinn mætti aldrei missa tökin á fiskveiðiauðlindinni.
Að lokum þetta, mér finnst þær hugmyndir sem SF og VG hafa komið með til hjálpar heimilum og fyrirtækjum í landinu bara alls ekki traustvekjandi og allt of flóknar í framkvæmd ..
![]() |
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)