Hvað óttast Jóhanna og Steingrímur

fólkið sem fékk tækifæri lífs síns til að láta verkin tala.  Jóhanna búin að bíða eftir sínum tíma og Steingrímur búinn að vera í stjórnarandstöðu eins lengi og bara eldra fólk man.   Afhverju í ósköpunum svara þau ekki tilllögum Framsóknarflokksins og Tryggva Þórs  málefnalega og hrekja þetta með sannfærandi rökum.  Hvar eru tillögur þeirra, málin sem voru svo brennandi þegar stjórnin var mynduð, að bjarga heimilinum og atvinnulífinu, hafa bara damlað í algerri óvissu og gera enn.  Þessu fólki hlýtur að verað refsað í kosningunum, ég trúi þjóðinni til þess.  Það er þjóðin sem á í hlut.  Það eru kjósendur sem eiga þessi tugþúsund heimili sem nú eru orðin eignalaus og eru að verða vonlaus líka.   

Þessi þjóð þarf fyrst og fremst tvennt núna,   VON og TRAUST.   Forystumenn þessarar minnihlutastjórnar sýna ekki sterk  merki þess að þeir skilji ástandið í landinu.   Ástandið í veröldinni er tilkomið vegna þess að traustið hvarf og endurnýjunin í prófkjörunum undanfarna daga segir okkur að fólkið í landinu vill nýtt fólk sem það getur treyst, vegna þess að traustið var horfið. 

Að hlusta á forystumenn ríkisstjórnarinnar tala niður til fólks með þeim hætti sem þau hafa gert undanfarna daga, segir meira um þau en þá sem þau tala niður til.   Þessi ríkisstjórn er slöpp og ég hef enga trú á því að hún verði endurnýjuð.

  


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband