Afhverju

lætur ekki forsætisráðherrann bara fjarlægja þá menn úr Seðlabankanum sem hún vill ekki hafa þar,  Davíð Oddsson hefði gert það ef hann hefði verið forsætisráðherra í slíkum aðstæðum.   Þessum skrípaleik verður að fara að linna og fyrst að  DO  áttar sig ekki á því að það er frekar lítil stemmning fyrir því að hann verði áfram í Seðlabankanum, jafnvel og þrátt fyrir að hann hafi varað við einhverjum vanköntum á Íslenska bankakerfinu.  Vandamálið var að það hlustaði enginn á hann og það er auðvitað stóra málið.  Ég  ætla ekkert að tjá mig um persónur og leikendur í þessu leikriti en þjóðarinnar vegna verður þessum farsa að fara að linna.

Og fyrst Jóhanna lýsir vonbrigðum með DO  þá langar mig að lýsa vonbrigðum yfir þvi að ekkert er farið að sjást í aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu, hvenær koma þær ?


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að hann skuli halda þyrlunni

það væri nú aumingjalegt af skilanefnd Landsbankans að taka af honum einkaþyrluna.  Gott að menn fái að halda andlitinu og lífsstílnum.   Ég held að það sé eitthvað miklu meira að en mig grunaði,  hverjir eru í þessari skilanefnd Landsbankans ?  eru þeir tengdir við raunveruleikann ?
mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband