Af hverju í ósköpunum

hlustaði enginn á Davíð og Co.  þegar þeir voru að spá öllum þessum hörmungum.  Er hugsanlegt að framsetning málsins hafi ekki verið nógu traustvekjandi ?   Allavega tók forsætisráðherrann ekkert mark að gamla foringjanum sínum og flaut með alla ríkisstjórnina sofandi að feigðarósi.  Ef  þetta er nú allt rétt hjá DO  þá skil ég nú bara ekkert í manninum að hafa ekki verið löngu farinn fyrst enginn skyldi hann og eða vildi taka nokkurt einasta mark á honum.   Við erum hinsvegar í þessari skítastöðu hvort sem DO varaði við henni eða ekki og verkefnið er að koma fótunum undir okkur á nýjan leik og við þurfum óþreytt fólk í það.  Davíð, Jóhanna, Steingrímur, Össur, Ögmundur ofl . þurfa hvíld frá þingstörfum og krefjandi störfum í seðlabankanum.   Hefjumst handa og hættum í þessum pólitíska drulluslag sem engu skilar.

 


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegur vitnisburður ef sannur reynist

um skólayfirvöld á Selfossi.  Því miður þekki ég einelti frá nokkrum hliðum og þetta er eitthvert versta ofbeldi sem í gangi er og getur skaðað þolendur þess varanlega.  Bara það að rætt skuli um eineltismál í heilu bæjarfélagi með þessum hætti skaðar ímynd þess svo mikið að bæjaryfirvöld verða að taka á málinu og sýna hvort þau er þess verð að stjórna bænum.  Það er hægt að taka á eineltismálum af fagmennsku, ég hef upplifað það,  en það verður oft óbætanlegur skaði fyrir þann sem verður fyrir eineltinu.  Takið á þessu, verjið þolendurna og upplýsið gerendurna og losið ykkur við þessa óværu úr skólunum.   
mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband