Stjórnlagaþing er nauðsynlegt
17.2.2009 | 21:48
einmitt núna, þegar við höfum þetta einstaka tækifæri til að stokka upp. Það þarf hinsvegar ekki að koma neinum á óvart að sjálfstæðisflokkurinn sé á móti því, enda er hann íhaldssamur flokkur og ekki mikið fyrir breytingar. Það gleður mig hinsvegar að Pétur Blöndal skuli skynja þörfina fyrir stjórnlagaþing og vonandi getur hann haft áhrif inní sinn flokk.
![]() |
Pétur Blöndal styður stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held því miður
17.2.2009 | 00:12
að Haraldur L. Haraldsson hafi rétt fyrir sér og að þær skuldbindingar sem ríkisvaldið er að taka á sig eða er búið að taka á sig vegna gömlu bankanna sem komnir eru í þrot, séu þjóðinni ofviða.
Ég reyndar skil ekki afhverju ríkið er að taka á sig þessar skuldbindingar einkafyrirtækjanna (bankanna), sem ginntu fé af saklausum íbúum vítt og breytt um evrópu til að fjármagna viðskiptaævintýri eigenda sinna.
Ég held að því fyrr sem við semjum við vini okkar og granna um þessar skuldir því betra og þá getum við farið að horfa fram á veginn með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Það þarf kjark til að horfast í augu við staðreyndir og því fyrr sem kjarkurinn kemur því betra.
![]() |
Erlendar skuldir þjóðinni ofviða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)