Það að staðan sé svipuð og hjá öðrum bönkum
19.1.2009 | 17:12
segir nú ekki mikið um það hvort bankinn sé á leiðinni í þrot. Staða gömlu bankanna var alveg glimrandi fín fram að falli. Ég held nú bara að við sem búum í þessu landi og erum í viðskiptum við bankana verðum að vita sannleikann í málinu. Kjaftagangur um að bankinn sé hugsanlega á leiðinni í þrot er óþolandi og það verður að koma með haldbærar skýringar, ekki einhvert tal um það staðan sé jafngóð eða kannski jafnslæm og hjá hinum bönkunum. Það er í raun með ólíkindum hvað stjórnvöld og þar með taldir embættismenn ríkistjórnarinnar, eins og Ásmundur í þessu tilfelli, bjóða þjóðinni uppá í skýringum þegar þegar kallað er eftir þeim. Það eru að koma fram æ fleiri sem telja að staða okkar sé miklum mun verri en stjórnvöld vilja vera láta og nú síðast kom Haraldur L. Haraldsson fram með athyglisverðar tölur um heildarskuldir ríksins erlendis. Samkvæmt þeim upplýsingum eru skýringar Geirs H. Haarde, um greiðslugetu ríkisins, sem ég heyrði í síðustu viku hrein og klár "Geimvísindi"
![]() |
Segir stöðu Landsbankans ekki hafa versnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef mikla trú
19.1.2009 | 01:26
á að Eygló Harðardóttir eigi eftir að setja eftirtektarvert mark sitt í Íslensk stjórnmál á komandi árum. Kjör hennar er enn eitt skýrt merki grasrótarinnar í Framsóknarflokknum um að flokksmenn vilja breytingar. Ég óska Egló og Birki til hamingju með nýjar vegtyllur í flokknum og ber þá von í brjósti að flokkurinn nái sér á strik á nýjan leik. Það er þörf fyrir alvöru Framsóknarflokk á Íslandi í dag.
![]() |
Eygló Harðardóttir ritari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)