Skynsamleg niðurstaða flokksþings
16.1.2009 | 19:41
Framsóknarflokkurinn er búinn að setja stefnuna. Stefnan er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu í fullri alvöru og með það að meginmarkmiði að Ísland verði fullgildur aðili að ESB. Auðvitað mun þjóðin greiða atkvæði um samninginn þegar hann liggur fyrir. Ég óttast ekki að við Íslendingar förum halloka útúr þeim viðræðum og ég er sannfærður um að við náum góðum samningi og að þjóðin mun samþykkja hann í atkvæðagreiðslu.
Ég er þakklátur fyrir það að við skulum eiga stjórnmálaflokk sem býður fólki upp á skýra valkosti og vilja virða vilja þjóðarinnar.
Góða helgi .
Magnús G.
![]() |
Framsókn vill sækja um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)