13. september
13.9.2008 | 12:02
Talan 13 hefur alltaf verið í einhverju uppáhaldi hjá mér, ég veit eiginlega ekki af hverju en það skiptir engu máli, hún er bara í uppáhaldi. Í dag reikar hugurinn til systur minnar sem er að ná þeim merka áfanga að verða 50 ára í dag, innilega til hamingju með daginn kæra Svanhvít, ég skil ekkert í þér að þú skulir ekki halda veislu. Í dag reikar líka hugurinn austur á Tannastaðatanga víð Ölfusá, þar sem ég var við veiðar með föður mínum fyrir 22 árum síðan og hann féll snögglega frá, fékk hjartaáfall eftir að hafa verið búinn að setja í 3 laxa í beit. Það er nú varla hægt að hugsa sér að fara við betri aðstæður. Blessuð sé minning hans.
Ég var svo heppinn i fyrrakvöld að ætla í bíó og fór inná netið að kíkja á hvaða myndir væru í boði og endaði á því að kaupa mér 2 miða á tónleika með Herði Torfa. Ég er búinn að vera hrifinn að söngvunum hans Harðar í áratugi og oft hef ég ætlað á tónleika með honum. Nú gerðist það og tónleikarnir voru í einu orði sagt frábærir.
Í dag er Hollvinadagur Bifrastar, Samvinnuskólans og það verður ball með Upplyftingu á Bifröst í kvöld, ég á margar góðar minnigar frá Bifrastarárunum og ætli ég skelli mér ekki bara uppí Bifröst seinnipartinn og upplifi eitthvað af þeirri frábæru stemmningu sem var í Bifröst. vona bara að Magga Scheving mæti.
Breiðablik á spila í dag við Fram og vonandi vinna okkar menn og tryggja sig nokkuð nálægt toppnum þetta árið, annars fer nú alveg að koma að því að Breiðablik þurfa að vinna annaðhvort Íslandsmeistartitil og eða Bikarinn, þetta er allt of gott lið til að hafa aldrei unnið titil.
Áfram Breiðablik
Hafið það eins og þið viljið um helgina..
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)