Stórkostleg upplifun
27.8.2008 | 23:51
að fylgjast með og hrífast með stemmningunni sem var í miðbænum í kvöld og sjá svo þegar Forsetinn hengdi orðurnar í og á Handboltalandsliðið og aðstoðarmennina í kvöld. Samhugurinn og gleðin í andlitum fólks var svo einlæg og það var ekki hægt að komast hjá því að verða snortinn á þessari stundu. Á leiðinni heim kom ég mér í skemmtilega stöðu á Snorrabrautinni. Rútan með liðinu var að koma af Sæbrautinni og inná Snorrabraut og fyrr en varði var allt í einu komið lögreglumótorhjól fyrir framan mig og eitt við hliðina og þeir hvöttu mig til að fara í 100 km hraða og yfir 3 rauð ljós í fylgd með þeim. Fólkið í bílunum við hliðina og á eftir mér var ekki alveg eins öruggt og dróst aðeins aftur úr okkur og þá komu bara fleiri og ráku þá áfram.. Skemmtileg uppákoma og minnti mig þegar þjóðhöfðingjar í Afríku fara um göturnar og allir verða að vikja og koma sér úr vegi þeirra.
Annars var þetta flottur dagur í dag, línur að skýrast og það er alltaf gott að hafa hreinar linur í öllum málum...
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hátíð í Bæ num..
27.8.2008 | 10:26
Landsliðið okkar kemur heim í dag og þeim verður fagnað eins og á að fagna þeim. Þeir fá líka fálkaorðuna sem á að verða okkur öllum hvatning til að gera okkar besta í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Ef við gerum okkar besta alltaf þá er ekkert við okkur að sakast, við gerðum okkar besta og getum verið sátt við samvisku okkar, það er ekki hægt að ætlast til að nokkur geri betur en hans besta. Ég er ákveðinn í að hrífast með í dag og njóta þessa frábæra dags sem byrjar vel hjá mér.
Ég vaknaði óvenjulega hress í morgun og fer með góða tilfinningu inní daginn og ekki spillir að ég náði einu markmiði í dag sem var að sjá fyrstu töluna á baðvoginni minni vera 7 en ekki 8 þegar ég steig á hana í morgun, það er svo ljúft að ná markmiðum. Ég kominn aftur í kjörþyndina mína og það er ótrúlega gott, ekki síst andlega. Stórfurðulegt hvað þessi þyngd getur haft mikil áhrif á andlegu líðanina, léttur á vigtinni = léttur í lundinni.
Annars er ég á fullu að undirbúa mig fyrir Þríþrautina fyrir Vestan um aðra helgi, þar sem ég ætla að keppa í liði og ég hjóla en aðrir sjá um sund og hlaup, ég hlakka mikið til að koma vestur og nú sem keppnisíþróttamaður, hver hefði nú trúað þvi fyrir 5-6 árum? ekki ég. Svona er lífið og svona getur lífið tekið allt aðra stefnu, ef maður er opinn og fordómalaus gagnvart samferðafólki sínu og ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa kingt stoltinu fyrir rúmum 5 árum og fengið nýtt líf í staðinn. Maður þarf stundum að kingja stoltinu, það getur verið helvíti erfitt en ég held að maður fái það alltaf margfalt til baka, því ekkert gott kemur uppí hendurnar á manni fyrirhafnarlaust og án einhverra fórna.
Þetta er svona dagur sem maður hefur eitthvað fallegt í hjarta og fallegt í sinni og ég er pottþéttur á að þessi dagur verður mér góður og er byrjunin á því sem ég á eftir er af lífinu. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa átt góða fjölskyldu og vini undanfarnar vikur, vini sem hafa reynst mér frábærlega, vinir mínir vita hverjir þeir eru.
Hafið það eins og þið viljið á þessum fallega degi
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)