Ísland best í heimi
22.8.2008 | 14:47
Á dauđa mínum átti ég von en ađ ég tárađist af gleđi yfir gengi Strákanna okkar á Olympíuleikunum, ótrúlegt liđ og eins og ég sagđi um daginn eftir leikinn viđ pólverja, ţá hef ég ekki miklar áhyggjur af Spánverjum. Eg hef heldur ekki miklar áhyggjur af leiknum viđ Frakka, viđ kunnum alveg ađ vinna ţá og viđ munum vinna ţá á sunnudagsmorguninn, sannfćrandi. Samspil ţjálfarans og ađstođarmanna hans, svo og trú fyrirliđans á ţessum strákum, hvatningin og samheldnin sýna okkur hvađ hćgt er ađ gera, ţegar rétt er ađ málum stađiđ. Enn og aftur til hamingju allir Íslendingar og Strákar takk fyrir ađ ţetta jákvćđa innlegg í ţjóđarbúskapinn.
Hreinar línur í handboltanum og ég hef fengiđ hreinar línur á fleiri stöđum í vikunni. Ţađ er gott ađ hafa hreinar línur í lífinu, ekki vera ađ velta sér uppúr einhverju; efa mundi, efa sé, efa mundi vaxa epli á hverju tré, ástandi. Ég er miklu meira fyrir hreinar línur og er í raun ţakklátur fyrir ađ hafa fengiđ ţćr. Ţá veit mađur hvar mađur stendur gagnvart fólki og getur hagađ sér í samrćmi viđ ţađ.
Framundan hjá mér eru nokkur ţétt verkefni sem ég ţarf ađ vađa í og sem betur fer er ég ágćtlega undirbúinn bćđi líkamlega og andlega og ég ćtla eins og landsliđiđ í handbolta, alla leiđ, ţađ kann ađ vera ađ ég tapi einum og einum leik á leiđinni en ţađ er ekki ţađ sem skiptir máli, ađ tapa aldrei, heldur hvernig ţú stendur upp eftir hvert tap og heldur áfram.
Ég hlakka hrikalega til sunnudagmorgunsins og hafiđ ţađ eins og ţiđ viljiđ ţangađ til.
Magnús G.
stundum ţarf mađur ađ hvíla sig á bekk í löngum hjólatúrum.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)