Kominn í fjörðinn fagra, Fáskrúðsfjörð..

Kom  hingað í kvöld,  allt  klárt  til  brottfarar,  vagninn  kominn aftaní  hjólið  og  veðurspáin eins góð og  hugsast  getur  og  ég  klár  í  málið.    Það  verður  mér  sérstakalega  ljúft  að  fara  fyrsta spölinn  yfir á  Stöðvarfjörð  og  koma þangað  á  afmælisdegi  föður míns  heitins  sem  er  í  dag,  þ.  13. júní  og hefði hann orðið  79 ára  gamall ef  hann hefði  lifað til dagsins  í  dag.  Ég  fékk  þennan  fína  rúnt  í  kvöld með  mági mínum  honum Jóa Veigu  og  ryfjuðum við upp  hver  bjó  í hvaða  húsi  hér  áður fyrr og  hver  býr  þar  nú..   Alltaf  jafngaman  að  sjá  hvað  umgengnin  er  góð  í  kringum  starfsstöðvar  Kaupfélagsins  hér  á  staðnum.   Vonandi  halda  Fáskrúðsfirðingar sem allra  lengst í  Kaupfélagið  sitt  sem  er búin að vera  undirstaða  þessa  byggðarlags  í  75 ár  nú  í  ágúst n.k.  til  hamingju með  það.  

Hlakka til að  leggja í  ann og  stefni á  Djúpavog  í  það  minnsta  á  fyrsta  legg,  vonandi  aðeins  lengra..

Hafið það eins og þið viljið  um helgina 

Magnús á  Strönd  Cool

Þessi var  tekin í  fyrra með  Árbæ, æskuheimili  föður míns  í  bakgrunni.

IMG_1993

 


Bloggfærslur 13. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband