I got mail...!!!
16.4.2008 | 23:26
Bara í því sem ég vistaði færsluna mína rétt áðan fékk ég tölvupóst frá John G. Miller, sem er einn af þessum vinum mínum sér um ....þvottinn minn og ég klippti eina setningu útúr póstinum til umhugsunar fyrir alla, já ALLA.
I will not bend to the winds of current culture. I will stand for PERSONAL ACCOUNTABILITY. I will demonstrate to my customers, my colleagues, my community, my family, and myself that I am a "No Excuses" leader.
Góður maður sagði eitt sinn "Excuses are road to Hell" og í þvi er mikil speki, horfumst í augu við raunveruleikann og tökumst á við stöðuna eins og hún er, ekki eins og við vildum að hún væri...
Hafið það .............
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ....þvottur nauðsynlegur ?
16.4.2008 | 22:40
Ég hef oft velt fyrir mér hvort nauðsynlegt sé að "þvo" heilann í sér endrum og sinnum og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé bráðnauðsynlegt. Orðið "heilaþvottur" hefur einhverja neikvæða merkingu og er yfirleitt notað um einhverja neikvæða hluti og eða misnotað til að gera jákvæða hluti neikvæða. Við þvoum fötin okkar þegar þau eru skítug, og svo förum við í bað þegar við á og þrífum hús og þvoum bíla, burstum skó og hvað eina. Ef við nærum ekki hugann með jákvæðni og hvatningu, þá setjast að í höfðinu á okkur óhreinindi sem trufla jákvæða hugsun og framþróun til góðra verka.
Ég nýti mér allskonar aðferðir til hreinsunar á heilanum, þvæ hann, reglulega með lestri góðra bóka, hlustun á uppbyggilegt efni, samneyti við vel þenkjandi og jákvætt fólk. Þetta hefur fært mér ótrúlega miklu jákvæðari tilveru eftir að ég hóf "....þvottinn" Hvet alla til að fara í Heilaþvott, það er engu að tapa.
Smelli inn einu þvottabandi af Youtube
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)