Páskadagur eins og hann á að vera.
23.3.2008 | 22:37
Nú er þessi frábæri páskadagur að kveldi kominn og hann hefur verið mér afar góður.. Við Hákon fórum í mat til Mömmu í hádeginu (frábært hjá henni að bjóða okkur) síðan fór Hákon á Players með stóra bróður að horfa á Arsenal tapa fyrir Chelsea og við töpuðum víst líka fyrr í dag fyrir Man Utd. þetta er kannski það eins sem hefði mátt vera allt öðruvísi. Ég tók fram hjólið mitt og hentist einn klukkutímahring í rigningunni og mikið var það hressandi og gaman að fara aftur út að hjóla. Ég fékk svo öll börnin mín í mat til mín í kvöld og miðað við hvað þau borðuðu mikið þá held ég að eldunin á Gourmet lærinu frá Goða gamla hafi tekist vel. Það var virkilega gaman að fá öll börnin hingað í mat, og þetta þarf ég að gera oftar og heiti því hér með að gera það.
Ég vil nota tækifærið og óska öllum gleðilegra páska
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)