Markmið, til hvers að setja sér markmið ?
3.2.2008 | 00:10
Mér er eitthvað svo hugleikið þetta með markmiðin þessa dagana, kannski af því að ég er ekki búinn að klára að setja upp markmiðin mín fyrir árið 2008. Undanfarin ár hef ég sett mér skýr og skriflega markmið um flesta hluti, heilsuna, fjölskylduna, fjárhaginn ofl. ofl og ég verð að segja að þetta hefur breytt ótrúlega miklu fyrir mig. Það er skemmtilegt hvað margir eru farnir að gera þetta og ná þannig fram meiri lífsgæðum fyrir sig og sína. Sagan segir að u.m.þ.b. 4 % jarðarbúa setji sér markmið og hin 96 % vinni svo hörðum höndum að því að þessi 4% nái sínum markmiðum. Máltækið segir að þeir sem ekki setja sér markmið, eru dæmdir til að vinna fyrir þá sem setja sér markmið.
Málið er ekkert flókið, við eigum val, val um að vera í 4% hópnum eða hinum hópnum. Annars höfum við það bara gott ég og strákarnir Hákon og Darri sem er í gistingu hjá okkur núna, Harry Potter æði er að ganga yfir hér hjá okkur, bækurnar lesnar og myndirnar skoðaðar og mikill tími fer í Harry þessa dagana. Verð aðeins að minnast á Skype´ið þetta undrakerfi sem gerir okkur nútímafólki kleift að vera í sambandi fyrir mjög lítinn tilkostnað. Ég var að koma úr fjölsímtali við tvo gamla og góða vini til margra ára, annar býr í Canada og hinn austur á héraði og við vorum allir inni í einu, frábært kerfi skype.
Febrúar byrjar vel og ég hlakka til að takast á við mörg krefjandi verkefni sem bíða mín og ég er alveg viss um að Febrúar verður mér góður mánuður...
Hafið það eins og þið viljið og munið eftir markmiðunum..
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)