Laugardagurinn sextándi febrúar..

Síđast  ţegar  ég  bloggađi  var  ég  staddur í Vestmannaeyjum,  alltaf  gaman ađ koma til Eyja.  Mikiđ  vatn  er  til  sjávar  runniđ síđan í  síđustu  bloggfćrslu  og  best  ađ  reyna  ađ  standa  sig  eitthvađ  betur  á  bloggsviđinu..  Ţađ  er  nú  ansi  margt  sem  er  í  huga  mér núna og  kannski  ekki hvađ  síst  nöturleikinn  sem blasir  viđ  Sjálfstćđisflokknum  ţessa  dagana.  Ég  er  nú  ekkert  sérstaklega  pólitískur  ţó  ég  kjósi  nú  alltaf  og  hafi  stundum  skođanir  á  hlutunum.  Fyrir  nokkrum  vikum  síđan  skellti  varaformađur  sjálfstćđisflokksins  ţví frá  í  beinni  ađ  Framsóknarflokkurinn  vćri  ađ stúta  sér  sjálfur  međ  innbyrđis  deilum   og  ágreiningi og  mér  fannst  ekki  laust  viđ  ađ ţađ  hlakkađi í  Ţorgerđi  Katrínu  ţegar hún  sagđi  ţetta.  Ţađ  var  töluvert  til  í  ţessum orđum  Ţorgerđar,  sem  ég  reyndar  tel,  ađ  sé  nú  einn af  skárri  stjórnmálamönnum  ţjóđarinnar  svona  fyrir minn  smekk.   Ţađ  er  ljóst  ađ  Framsóknarflokkurinn á  miklum vanda  og  ţarf  ađ  taka til  hjá  sér  ef  hann á  ekki ađ lognast  útaf á  nćstu  árum.  Ţađ  sem  mér  finnst  hinsvegar  nöturlegt  ađ  horfa  uppá  ađ  flokkur  ţessa sama  varaformanns  sem hafđi  ţessar  áhyggjur  af  Framsóknarflokknum,  virđist vera  á  sömu  leiđ,  ađ stúta  sér  innanfrá,  hjálparlaust.    Ţađ  veldur  mér  áhyggjum  ađ  ţađ  skuli  ekki  vera  nokkur einasti  leiđtogi  í  sjálfstćđisflokknum  sem  tekur  afstöđu í ţessu  borgarklúđri  öllu  saman,  ađ  vísu fannst mér  Bjarni  Ben  sína  smá  lit  í dag.   Ţađ veldur  mér enn meiri  áhyggjum  ef  forystuflokkur í  ríkisstjórn er  leiđtogalaus og  ég  óttast  afleiđingarnar. 

 Annars  er  ég  búinn ađ hafa  ţađ gott ađ  undanförnu,  hef  haft  mikiđ ađ gera  og  er ađ vinna í  krefjandi  verkefni  ţessa dagana sem á  nánast  alla  mina athygli.  Ég  veit  ađ  nćsta  vika  verđur erilssöm  og  krefjandi  og  ég  hlakka til ađ takast á viđ ţau  verkefni sem bíđa  mín.   

Ég  fór á alveg  hreint  frábćra tónleika  í dag í  Langholtskirkju.   Ţessir  tónleikar  voru  međ  Skagfirsku söngsveitinni,  Óperukórnum,  mini  sínfoníuhljómsveit, nemendakór  og  Cortes fjölskyldunni.  Flutt  var  tónverk  er eftir  Björgvin  kórstjóra  Skagfirsku viđ  ljóđ  eftir  Bjarna Stefán Konráđsson.     Stjórn, einsöngur, kórsöngur og  allt  ţetta  samspil  var  bara alveg  frábćrt   og  hin besta  skemmtun. 

Lćt  ţetta duga í  bili,   hafiđ  ţađ eins og  ţiđ  viljiđ 

Magnús G....Shocking

Set  hérna inn mynd  af  drengjakór  frá Fáskrúđsfirđi sem steig á sviđ seint á  sjöunda áratugnum.

Strákar   


Bloggfćrslur 16. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband