Á hvaða leið erum við ?
8.10.2008 | 13:18
Er staðan eins góð og Davíð lýsti eða var hann bara að lýsa óskhyggju sinni um "Draumalandið" eftir aðgerðirnar sem menn standa í núna. Glitnir kominn á framfæri ríkisins eins og Landsbankinn, Kaupþing í Bretlandi komið í greiðslustöðvun. Hvenær tekur ríkið Kaupþing yfir ?, er annað hægt ? Gengisskráningin minnir á ZIMBABWE, það veit enginn hver gengisvísitalan er og krónan sem öllu átti að bjarga í gær hefur neitt seðlabankann til að gefa gengið frjálst aftur, sem ég tel reyndar alveg ótrúlega aðgerð. Það er engin eðlileg verðmyndun á markaði og þess vegna á ekki að vera frjálst gengi þessa daga. Gordon Brown hótar okkur stríði í réttarsölum, danir grínast með okkur sem þjóð, (frekar ósmekklegt að mér finnst), því ekki höfum við gert annað af okkur en að kjósa yfir okkur mennina sem settu leikreglurnar. Leikreglur sem komið er í ljós að voru svo rúmar að nokkrir einstaklingar, sem sumir eru nú Ríkisstarfsmenn á launum hjá okkur, fóru þannig með að ekki bara við erum gjaldþrota heldur margar komandi kynslóðir. Það er auðvitað ekki auðvelt að senda út þau skilaboð að ríkið ætlar ekki að bakka upp þetta rugl allt, einfaldlega vegna þess að við höfum ekki efni á því. Annars er atburðarásin svo hröð þessa dagana og angistin svo mikil um allan heim að best er að segja sem minnst og bíða næstu daga.
Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af sjálfum mér, en ég verð að játa að ég hef áhyggjur af framtíð barnanna minna og við hvaða kjör og leikreglur þau munu búa í framtíðinni.
Hvert við stefnum við ??
Hafið það eins og þið viljið.
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)