Hvað er að hjá lögreglunni ?
19.10.2008 | 21:39
Að senda 21 eins árs lögregluþjón í útkall án þess að hann sé með kylfu og önnur hjálpartæki, finnst mér eiginlega segja allt sem segja þarf um þá sem bera ábyrgð á þessum málaflokki. Að gefa þær skýringar að hann sé ekki búinn að fara námskeið í notkun tækjanna, hvað er að. Var hann búinn að fara á námskeið í að láta berja sig til óbóta ? Skammist ykkar allir, varðstjóri, lögreglustjóri, ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra, fyrir að koma ungum manni í svona aðstæður. Svo ætlið þið að rannsaka ykkur sjálfir, hvað fór úrskeiðis. Ég hef verið og er talsmaður þess að við berum virðingu fyrir lögreglunni og ég vil að löggæslan fá þær heimildir og tæki sem nauðsynleg eru í nútímaþjóðfélagi til að takast á við það sem á vegi hennar verður. Ég hef áhyggjur af löggæslunni í landinu hvort sem er á landi eða sjó. Það má ekki keyra um á bílunum vegna bensínkostnaðar og Varðskipin liggja bundin við bryggju eða hanga á krók einhversstaðar af því að það er ekki til fyrir olíu, að sagt er.
Vondandi fara menn að vakna til vitundar að löggæsla er nauðsynleg og í því ástandi sem framundan er verður enn meiri þörf á alvöru löggæslu.
Ég vona að þetta unga fólk sem varð fyrir þessari árás nái sér fljótt og vel.
Magnús G.
P.S. ég velti fyrir mér hvort þessi nýi Þór fari einhverntíma á sjó eftir að hann kemur heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á strandstað.
19.10.2008 | 15:26
Ég held að vissulega sé það rétt samlíking hjá Jóni Baldvin að við erum með Þjóðarskútuna á strandstað og það má engan tíma missa í björunaraðgerðunum sem við stöndum í. Það er ljóst að einhverjir eru hlaupnir frá og ætla ekki að hjálpa til við bjögunaraðgerðirnar og enn aðrir þvælast fyrir á strandstaðnum. Gammarnir sveima yfir og bíða að eitthvað falli fyrir borð eða verði jafnvel hent fyrir borð (sameiginlegt sjótjón) til að bjarga því sem bjargað verður. Það er auðvitað alltaf þannig að það er svo gott að vita allt fyrirfram, eftirá, og nóg er af slíkum #gáfnaljósum núna" sem láta ljós sitt skína og Jón Baldvin hélt því fram að ef þjóðin hefði fylgt honum að málum 1995 þá værum við með allt í stakasta lagi í dag. Sjálfsagt er eitthvað til í þessu og kannski hefðu bankarnir lifað eða verið orðnir hluti af öðrum bönkum (erlendum) hver veit, en staðreyndin er bara sú að fólkið vildi ekki Jón Baldvin 1995 og valdi sér aðra til að stjórna landinu í sínu umboði og þeir brugðust traustinu. Ég er hinsvegar alveg sammála Jóni Baldvini um eitt og það er að við getum ekki staðið ein í nútímasamfélagi þjóðanna og verðum að fara inní ES hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við getum ekki lengur búið við þær leikreglur sem hafa verið settar og eru góðar fyrir suma en ekki aðra. Ég treysti ekki núverandi stjórnvöldum til að setja nýjar leikreglur fyrir þjóðina, hagsmunatenslin eru svo mikil að þær reglur verða aldrei sanngjarnar. Það er ekkert traust eftir til staðar, þeir sem þurftu svo mikið á trausti að halda hafa glatað því, eins og Jón Baldvin gerði 1995, kannski því miður.
Þjóðin og allir þegnar þessa lands, verða nú að líta innávið og skoða sjálfa sig og spyrja sjálfa sig af því hvort okkur sé treystandi sem einstaklingum, ef við höfum brugðist þá verðum við að kingja því og sennilega verðum við langflest að kingja einhverjum bitum, misstórum eins og gengur. En skítt með það, gerum það bara og endurreisum traustið okkar á milli og látum af allri þessari einstaklings og gróðahyggju sem hefur nú beðið skipbrot. Tökum samfélagslega ábyrgð og fyrst og fremst þá verðum við að endurvekja traustið í samskiptum á milli manna, annars náum við okkur aldrei á strik. Látum Nýja Ísland byggjast á trausti.
Mig langar að setja inn úrdrátt úr nýjustu bók Stephen M.R. Covey sem fjallar um Traust og mikilvægi þess.
Hafið það eins og þið viljið.
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)