Ramadan í fullum gangi ........
16.9.2007 | 19:48
Jæja nú er Ramadan byrjuð, fyrsti dagurinn var þann 14. september og það er ótrúlegt hvað margt breytist... hjá fólkinu hér. Ramadan er föstumánuður Múslíma og frá sólarupprás til sólarlags fasta þeir á allt, mat, drykk, tóbak og kylíf.. og svo þegar sólin gengur undir þá byrjar fjörið og stendur það yfirleitt fram eftir nóttu. Við höfum þurft að gera ýmislegt hér til að koma til móts við fólkið okkar, m.a. höfum við breytt vinnutíma fólksins, stytt hann og nú er enginn matartími á daginn.. Þessi tími er athyglisverður og merk reynsla fyrir okkur sem komum úr óhófinu á Íslandi og vekur mann til umhugsunar. Annars er vikan búin að vera mögnuð, mikið að gera og tíminn bókstaflega flýgur áfram og ég á leið í frí til Evrópu í nokkra daga. Ég ætla að eyða afmælisdeginum í einni fegurstu stórborg Evrópu. Franskan er ótrúleg og ég er farinn að trúa því að ég eigi eftir að tjá mig á frönsku áður en langt um líður og jafnvel halda uppi samræðum á þessu fallega tungumáli, Ahalam er stórkostlegur kennari og stendur sig með mikilli prýði og nú erum við orðnir tveir í tímunum hjá henni. Ramadan breytir náminu hjá okkur, tímarnir eru nú kl. 2100 á kvöldin í stað kl. 1900 áður en ekkert mál við bara tökum þátt í Ramadan.. Við héldum veislu í gær, steiktum glænýjan fisk og grænmeti og fórum svo í Kollu kaffi í dag, með pönnsum og alles, skemmtileg tilbreyting.. Ég verð nú eiginlega að segja að ég er svo glaður í dag, ekki vegna veðursins á Íslandi heldur af því að Breiðblik skellti FH í dag og ég heiti á Willum og Valsarana að taka nú Skagann á morgun og koma sér í efsta sætið í deildinni, nú verðið þið bara að taka þetta Valsarar..
Ég ætla að setja inn tvær myndir núna aðra af Ahlam fröskukennara og svo hina af matarboðinu í gærkvöldi.
Hafið það eins og þið viljið La belle vie
Heyrumst
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)