Jólanótt..

Jólanótt finnst mér alltaf eitthvað svo notaleg,  maður  slappar af eftir góðan mat á aðfangadag,  búinn að gleðjast með sínum nánustu,  vonandi að sem flestir hafi tækifæri til þess, sjá gleðina í andlitum allra  þegar pakkarnir koma úr umbúðunum.  

Ég átti  mjög notalegt  aðfangadagskvöld, flottur forréttur hjá Helgu, Rjúpurnar og Hamborgarhryggurinn voru  frábær  og  Kaffiísinn klikkar aldrei.  Notalegt og  afslappað aðfangadagskvöld..   Ég  skrapp í aftansöng  í Digraneskirkju sem var nú bara nokkuð þétt setin.  Séra Yrsa Þórðardóttir þjónaði  og  gerði það vel,  hún  lagði  út frá  frelsinu í ræðu sinni og  held ég nú að það hafi verið  tímabært að  minna á hvað við erum nú heppin að búa á Íslandi við allt þetta frelsi.. jafnvel þó  við megum ekki fara á sjó nema hafa kvóta.   

Ég  er búinn að kveikja  á friðarkertinu mínu á svölunum og  vona að það færi sem flestum frið í sálinni. 

Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G. Tounge


Bloggfærslur 25. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband