Tölvupósturinn.... fimmti hluti... kannski sá síðasti...
16.12.2007 | 13:38
Jæja nú er ég farinn að halda að þessu tölvupóstsdrama sé að ljúka einu sinni fyrir allt.. enginn póstur kominn síðan síðdegis í gær og vonandi er þessu bara lokið núna.. og starfsmenn hýsisins búnir að ná tökum á málinu.. og færi ég þeim bestu þakkir fyrir það ..
Annars er allt gott að frétta af mér, er að undirbúa heimferð á miðvikudaginn, ganga frá gögnum og koma sem allra flestu frá áður en jólin koma.. Ég er búinn að vera ótrúlega duglegur í ræktinni minni hér undanfarnar vikur, farið á hverjum einasta morgni núna í 16 daga í beit og aldrei minna en 35 mínútur og uppí 100 mínútur í hvert sinn. Það er ótrúlega gott að hafa tækin svona við svenherbergisdyrnar og komast ekki hjá því að sjá þau þegar maður skrönglast framúr á morgnana.. Ég finn mikinn mun á ekki lengri tíma en þessum og formið hefur lagast, þó ég hafi ekki verið í slæmum málum fyrir, en þá má alltaf bæta sig..
Ég ætla að nota tækifærið og senda góðar kveðjur austur á Eskifjörð, þar sem ég veit að tvær góðar vinkonur mínar ætla að syngja á árlegum Jólatónleikum í Eskifjarðarkirkju í dag eða kvöld, ég er ekki í vafa um að þetta verða frábærir tónleikar enda frábært listafólk á ferðinni, gangi ykkur vel og verið stolt af því að viðhalda þessari frábæru menningu sem er svo mikils virði fyrir landshluta eins og Austurland..
Hér er nú bara sól og hiti að vanda, einhverjar 25+ gráður og mikið venst þetta veður vel..
Hafið það eins og þið viljið þessa síðustu daga fyrir jólin og skelliði Skrámi endilega undir geislann.
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)