Skuldir verða færðar niður

Það er ljóst að gríðarleg skuldaniðurfærsla á sér stað þessa dagana og gríðarlegir fjármunir eiga eftir að tapast í þeim gjaldþrotum nú eru til meðferðar hjá skiptastjórum og í þeim gjaldþrotum sem framundan eru og eru óumflýjanleg við óbreytt ástand.  Það er mörgum hulin ráðgáta afhverju Samfylkingin "Jafnaðarmannaflokkur Íslands"  flokkur sem kennir sig við alþýðu landsins  vill ekki skoða þá tillögu sem jafnar stöðu alþýðunnar í landinu.   Tillaga Frasóknarflokksins er tilllaga um jöfnuð sem og margar góðar tillögur eins og Borgarahreyfingarinnar  sem er í raun alveg sama tillagan með öðru orðalagi.  Ég  heyrði  ekki þennan þátt á Bylgjunni þar sem Ólína brá fyrir sig ódýrum rökum um hagsmunatengsl SDG við Kögun, reyndar kemur mér það ekki á óvart því auðvitað óttast SF tillögur sem virka fyrir fólkið í landinu.  Gömlu bankarnir þrír sem komnir eru á framfæri skilanefnda og eru í raun gjaldþrota í framhaldi af greiðsluþrotinu sem varð í haust og varð til þess að Ríkið yfirtók starfssemi þeirra.  Mér er sagt að útgefin skuldabréf af þessum "gömlu" bönkum gangi á 1-2 % af nafnverði þeirra sem merkir á mannamáli að þeir eru einskis metnir og þar með allir milljarðarnir sem þeir hafa lánað til húsnæðiskaupa og til fyrirtækja á Íslandi eru einskis virði.

Það hlýtur að vera nokkuð ljóst að lándrottnar Íslensku bankanna sem nú eru fallnir í valinn, gera sér grein fyrir því að gríðalegar niðufærslur munu eiga sér stað, eignir falla í verði sem aldrei áður, fyrirtækin eru að stöðvast mörg hver og eru ekki með greiðslugetu til að greiða upp skuldir sínar og tap verður óflýjanlegt.  Íslenska Ríkið stofnaði þrjá nýja banka í Október á grunni þeirra gömlu yfirtók kröfur bankanna og veitti fólki hliðrun á greiðslum með frystingu.  Afhverju gátu þeir það ?  Vegna þess að það er enginn að krefja þá um greiðslur vegna þess að þeir eru nýir og skudirnar sitja gömlu bönkunum ennþá.  Það mun hinsvegar eiga sér stað yfirfærsla einhverntíma á einhverju gengi,  kannski 50% kannski bara 20%  og  satt að segja held ég að það verði bara nær 20% prósentum sem gengið verður,  alla vega ætti það ekkert að vera hærra. 

Ríkinu er í lófa lagið að færa öll húsnæðislánin í Íbúðalánasjóð á kaupgenginu  þ.e.a.s. 20%  og þannig myndast rúm fyrir 20%  leiðréttingu og jafnvel enn meira ef þörf er á  og  miklu fleira fólki þar með gefinn kostur á að standa við sínar skuldbindingar.  Það sama á við um fyrirtækin ef þau fá ekki leiðréttingu, þá fara á þau á Hausinn með miklu meiri afskriftum og ómældu tjóni fyrir þjóðfélagið í heild. 

Það gengur ekki að fólk sem gefur sig útfyrir að vera jafnaðarmenn gangi erinda kröfuhafanna  og fríi þá allri ábyrgð á óábyrgum lánveitinum og ætlist til að almenningur í landinu beri sökina á þessum óförum öllum einir og sér.  Ég er löngu hættur að skilja fyrir hvað þessi blessaða Samfylking stendur og hvaða hagsmuni hún er að verja og til hvers.   Ég skil alveg Sjálfstæðisflokkinn og fyrir hvað hann stendur enda tala þingmenn hans sumir eins og að sjálfstæðisflokkurinn sé lýðveldið  s.b.r. ræða á Landsfundinum um daginn þar sem einn þingmaðurinn sagði að  Sjálfstæðisflokkurinn mætti aldrei missa tökin á fiskveiðiauðlindinni.

Að lokum þetta,  mér finnst þær hugmyndir sem SF og VG  hafa komið með til hjálpar heimilum og fyrirtækjum í landinu bara alls ekki traustvekjandi og allt of flóknar í framkvæmd ..

 


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar bara til að spyrja að einu: Veist þú hvað skuldaniðurfærsla bara fyrir heimilin kostar? Mér skilst að það séu um 285 milljarðar á ríkissjóð.... hvað ætli það þýði í aukinni skattbyrði næstu ára? Ég er námsmaður og á ekki húsnæði - ég tók enga áhættu! Á ég að fara að borga brúsann? Þegar við skoðum svo fyrirtækin þá er þetta sko mun verra! Á að koma á lappirnar þeim fyrirtækjum sem borguðu "árangurstengda" bónusa sem hlupu á hundruðum milljóna - bónusum sem miðuðu að því er virðist að því að koma fyrirtækjum á hausinn!

Þetta finnst mér persónulega ógeðslegt óréttlæti sem helst miðar að því að redda þeim sem fóru á mesta eyðslufylleríið. Svo eigum við hin að borga þegar til lengdar lætur.

Þá hefur þegar komið fram að niðurfelling hentar ekki öllum og lendir í mörgum tilfellum hjá þeim sem eru fullfærir um að borga skuldir OG hafa framfærslu. Síðan þarf að taka þá verst stöddu sérstaklega... er þá verið að ráðast að rót vandans?

Fólk þarf að hafa næga framfærslu og greiðslubyrði í samræmi við hana - að því miðar greiðsluaðlögun. Við verðum að geta treyst því að fólk sem á í vanda leiti inn til bankanna til að skoða lausnir greiðsluaðlögunar.

Herdís Björk (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég skal útskýra fyrir þér í stuttu máli hvers vegna Jafnaðarmannflokkur Íslands er ekki ginkeyptur fyrir þessari "hókus pókus" leið Framsóknarflokksins.

Þessi aðgerð kostar okkur Íslendinga 285 milljarða bara gagnvart húsnæðislánunum. Þeim kostnaði verður ekki velt yfir á erlenda kröfuhafa enda munu þeir aldrei samþykkja að taka á sig neinar aðrar afskriftir en þær, sem nauðsynlegar eru vegna þess að greiðsluþegar geta ekki greitt af lánum sínum.

Þeir verst settu, sem geta ekki einu sinni greitt 80% af sínum skuldum hagnast ekkert á henni. Maður, sem skuldar 10 milljónir en gatur aðeins greitt 5 milljónir heldur áfram að geta aðeins greitt 5 milljónir þó skuldin sé lækkuð í 8 milljónir. Hann mun að lokum fá 5 milljónir felldar niður og skiptir það engu fyrir hann hvort það er gert í einum áfanga eða tveimur.

Hann lendir hins vegar í því eins og allir aðrir skattgreiðendur að taka á sig hlut ríkisins í þeim 285 milljóna kr. kostnaði, sem þessi leið veldur. Þeir lenda líka í því eins og aðrir launþegar að fá lægri greiðslur úr lífeyrissjóðum sínum á efri árum vegna þess hluta af þessum kostnaði, sem lendir á lífeyrissjóðunum.

Þessi niðurfærsluleið er því ekkert annað en peningaflutningar frá þeim, sem verst eru settir yfir á þá, sem betur eru stæðir. Þeir einir hagnast á þessum aðgerðum, sem eru borgunarmenn fyrir meiru en 80% af sínum skuldum. Það eru aðeins þeir, sem hagnast meira á 20% niðurfellingu skulda sinna heldur en þeir tapa á skattahækkunum til að greiða hlut ríkisins í þessum kostnaði að viðbættu tapi vegna lægri greiðslna úr lífeyrissjóðum þegar þar að kemur.

Það er þess vegna, sem jafnaðarmenn vilja ekki fara þessa leið. Það er oft betra að hafa það, sem sannara reynist heldur en það, sem betur hljómar.

Sigurður M Grétarsson, 5.4.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Frábær athugasemd hjá þér Herdís en því miður á sömu nótum og SF og VG hafa haldið fram..  Það er gott að þú skulir vera skuldlaus og ekki hafa tekið þátt í  því sem þú kallar eyðslufyllerí.  Er það eyðslufyllerí þegar ungt fólk kaupir sér íbúð og fær lán sem það undir öllum venjulegum kringumstæðum getur vel greitt af og staðið í skilum með m.v. þær forsendur sem í gildi voru og allir Líka SF og VG  töldu vera nokkuð traustar,  hverfa á nokkrum vikum og algerlega nýtt landslag í fjármálum og afkomumöguleikum er komið til.  Ég vona bara að þú eigir aldrei eftir að standa frammi fyrir viðlíka erfiðleikum og nánast helmingur íslensku þjóðarinnar stendur frammi fyrir núna vegna glæpsamlegrar aðfarar að íslensku krónunni á síðasta ári.  Aðför sem var skiplögð og framkvæmd til að sýna fram á að  hinir gjaldþrota bankar voru sem voru að komast í greiðsluþrot væru sterkir og högnuðust  mikið..  Gríðarleg verðbólga fylgdi í kjölfarið sem hefur rýrt kaupmátt launa allra, hækkað verðtryggðar skuldbindingar allra um ca. 20 % og gengistryggðar um enn meira, er það þetta sem þú kallar eyðslufyllerí  og vilt láta þjóðina greiða.  Það getur vel verið að greiðsluaðlögun hjálpi einhverjum og mun örugglega lengja tímann, en það mun ekki koma í veg fyrir það að það þarf að afskrifa skuldir  og það er betra að stjórna þeirri ferð heldur en að láta stjórnast og taka á málunum eftirá.  Ríkissjóður mun ekki greiða neitt vegna þessarar leiðréttingar,  nema hann ætli að taka til sín mismuninn á því sem kröfurnar standa í í dag og því verði sem hann yfirtekur skuldirnar á ætlar sér sem hagnað.

Magnús Guðjónsson, 5.4.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Magnús. Það er einfaldlega rangt hjá þér að ríkissjóður muni ekki þurfa að greiða neitt vegna þessara niðurfærslna. Þessar niðurfærslur eru samkvæmt mati tveggja erlendra endurskioðunastofa með sérfræðiþekkingu á því að meta verðgildi skuldabréfasafna. Það mat er ekki búið en talað er um að það hljóði upp á að það þurfi að fara milli bankanna með 40-50% afföllum til að nýju bankarnir tapi ekki á kaupunum. Það er vegna þess að stór hluti skuldara eru ekki borgunarmenn fyrir sínum skuldum að fullu.

Nýju bankarnir munu því ekki græða neitt á þessum kaupum þrátt fyrir þessi afföll nema í ljós komi síðar að þessar endurskoðunarskrifstofur hafi ofmetið afskriftaþörfina til að mæta útlánatöðum vegna þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir að fullu. Það kostar bankana reyndar ekki neitt að fella niður 20% af skuldum þeirra, sem ekki geta greitt 80% af sínum skuldum hvort eð er. Hins vegar fellst í því kostnaður til viðbótar við þessar afskriftir að fella niður 20% af skuldum þeirra, sem geta greitt meira en 80% af sínum skuldum.

Þessi kostnaður hefur verið metin á 285 milljarða og mun hann að mest falla á ríkissjóð en væntanlega mun einhver hluti hans falla á greiðsluþega lífeyrissjóða.

Það er hægt að gera mun meira fyrir þá verst settu með mun minni kostnaði með því að beina aðstoðinni á þá, sem eru hjálpar þurfi í stað þess að dreifa henni á alla hvort, sem þeir þurfi á henni að halda eða ekki.

Þessi niðurfærsluleið Framsóknarflokksins er sambærileg við það að við myndum ákveða að bregðast við því 10% atvinnuleysi, sem hér er, með því að greiða atvinnuleysisbætur til allra verkfærra manna óháð því hvort þeir eru atvinnulausir eða ekki. Slíkt hljómar kanski vel en slík leið hefði í för með sér gríðarlegan kostnað og 90% af þeim útgjöldum myndu ekkert gagnast atvinnulausum.

Sigurður M Grétarsson, 6.4.2009 kl. 12:15

5 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Eflaust hafa þessar endurskoðunarstofur skoðað þetta á þeim forsendum sem þeir hafa verið beðnir um.  Hvaða endurskoðunarstofur eru þetta, hvað voru þeir beðnir um og fyrir hvern voru þær að vinna ?  Ég hef ekki séð þessi álit og veit ekki til að þau séu opinber  og aðgengileg, þú kannski bendir má þær er þú hefur aðgang að þeim.   Svo er eitt sem ég bara skil ekki hjá ykkru SF fólkinu sem berjist svona á móti þessu,  hvar í ósköpunum fáið þið að talan sé 285 milljarðar,  það liggur ekki einu sinni fyrir uppgjör á milli bankanna  þeirra gömlu og nýju.   Skuldabréf gömlu bankanna ganga á markaði erlendis á 1-2 %  ætlar Ríkissjóður að margfalda það í þágu lánadrottna bankanna og láta almenning á Íslandi borga,  þvílík jafnaðarmennska.  Það sem mun kosta ríkissjóð mikla peninga er fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heimila í landinu,  vonlaus þjóð á flótta undan innheimtumönnum ríkssjóðs vinnur sig ekki útúr kreppu og meira að segja Samfylkingin myndi ekki lifa það af. 

Samlíking þín við atvinnuleysið og atvinnuleysisbæturnar við það sem hefur gerst varðandi hækkun skulda í landinu talar nú bara fyrir sig sjálf og ég trúi ekki öðru en að þú hafir eitthvað mismælt þig þegar þú skrifaðir þennan hluta athugasemdarinnar..

Hafðu það annars gott og það er gott að búa í Kópavogi.

Magnús Guðjónsson, 6.4.2009 kl. 12:30

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Magnús. Það er reyndar Seðlabankinn, sem reiknaði út þessa 285 milljarða en ekki Seðlabankinn.

Endurkoðunarskrifstofurnar eru að sjálfsögðu ekki búnar að gefa út þessi álit enda er ekki enn búið að klára málið og er því þessi 50% afskrift, sem margir eru að tala um því í raun bara ágiskun ennþá. Þessar endurskoðunarskrifstofur hafa einfaldlega verið ráðnar af skilanefndum bankanna og fulltrúum kröfuhafa í þrotabúin. Ég veit ekki af hverju þær eru tvær en get mér þess til að önnur sé ráðin af skilanefndum bankanna en hin af fulltrúum kröfuhafa.

Það skiptir engu máli hvað skuldabréf bankanna ganga á erlendis. Eigendur þeirra munu samt sem áður berjast eins og ljón við að hámarka innheimtu sína frá þrotabúum bankanna. Við munum því aldrei geta komist upp með að setja á þá afskriftir eða niðurfærslur á kröfum aðila, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skudlum. Það mun engin hæstaréttardómari í veröldinni dæma okkur í vil fari þeir í mál út af slíku. Ef við förum út í slíkar niðurfærslur þá verðum við að greiða þann reikning sjálfir.

Þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur þegar gripið til og boðar að grípa til munu koma í veg fyrir mun fleiri gjaldþrot heldur en niðurfærsluleiðin og það aðeins fyrir brot af kostnaði niðurfærsluleiðarinnar.

Samlíking mín við atvinnuleysið eru ekki nein mismæli enda sambærileg dæmi. Það að beina aðstoð ríkisins jafnt á alla hvort, sem þeir þurfa á því að halda eða ekki er einfaldlega sameiginlegt því dæmi og niðurfærsluleið Framsóknarflokksins. Niðurfærsluleið Framsókarflokksins er jafn heimskuleg og þetta dæmi sýnir.

Niðurfærsluleið Framsókarflokksins færir fé frá þeim verst settu til þeirra betur settu og það er þess vegna sem jafnaðarmannaflokkurinn Samfylkingin vill ekki fara þá leið.

Sigurður M Grétarsson, 7.4.2009 kl. 12:52

7 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sigurður,  viltu útskýra fyrir mér og öðrum lesendum þessarar athugasemdar þinnar, hvernig aðgerðir SF og boðaðar aðgerðir eru og verði ódýrari og markvissari en boðaðar aðgerðir Frasóknarflokksins og einnig að það skipti ekki máli hvers vegna það skipti ekki máli hveru mikils virði skuldabréfin eru seld manna á milli á almennum markaði.  Auðvitað munu kröfuhafar reyna að fá sem mest, þetta snýst akkúrat um það hvernig þeir fá sem mest útúr kröfum sínum á gömlu bankana.  Enn og aftur að atvinnuleysisbótunum þá eru samlíking þín alls ekki sanngjörn í og jafnvel kjánaleg, því allir hafa orðið fyrir barðinu á hækkun vísitölunnar og gengishrunsins,  þ.e.a.s. þeir sem skulda, en það hafa ekki allir orðið atvinnulausir  sem betur fer.  

Hvaða Seðlabanki reiknaði þetta út annars fyrir ykkur ??

Magnús Guðjónsson, 7.4.2009 kl. 16:11

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þetta með útreikningana þá var það Seðlabanki Íslands, sem reiknaði þetta út og geri ég ráð fyrir að hann hafi gert það að eigin frumkvæði til að menn hefðu einhverjar tölur til að tala um í þessari umræðu.

Hvað varðar kostnaðínn af aðgerðum ríkisstjórnarinnar þá er hann aðeins brot af kostnaðinum við niðurfærsluleiðina af þeirri einföldu ástæðu að þær ganga aðeins út á frestun á greiðslum meðan kreppan gengur yfir en ekki nðurfærslu skulda. Í þeim tilfellum, sem viðkomandi lántakar verða borgunarmenn fyrir skuldum sínum þegar kreppan er frá þá kosta frestanirnar ekki neitt. Þetta mun væntanlega eiga við yfirgnæfandi meirihluta lántaka. Í þeim tilfellum, sem menn ná ekki að verða borgunarmenn fyrir sínum skuldum eftir að kreppan er frá þá verður að afskrifa skuldir.

Það að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu kemur því í veg fyrir meginþorra gjaldþrota án þess að kosta mikið. Það kemur í veg fyrir mun flæeiri gjaldþrot en 20% niðurfærsluleiðin vegna þess að hún lækkar aðeins greiðslubyrðina um 20% og margir þurfa mun meiri lækkun á greiðslubyrði meðan kreppan gengur yfir. Það er hins vegar hægt að lækka greiðslubyrði um mun meira en 20% án kostnaðar ef hagur lántaka batnar síðar þegar kreppan er frá þannig að hann verði þá borgunarmaður fyrir sínum skuldum. Þetta getur vel átt bið þá, sem hafa misst vinnuna en fá aftur vinnu þegar efnahagur þjóðarinnar batnar. Einnig má reikna með að húsnæðisverð hækki þá aftur þannig að margir, sem eru með neikvætt eigið fé núna geti gert upp allar sínar skuldir þegar það hvefur átt sér stað með því að selja íbúðir sínar og fara á leigumarkaðinn.

Einnig eru margir af þeim, sem eru í erfiðleikum í þeirr stöðu vegna þess að þeir hafa keypt sér íbúð en hafa ekki getað selt gömlu íbúðina. Þegar fasteignamarkaðurinn fer aftur í gang og þeir geta selt íbúðina eru þeir í flestum tilfellum komnir á beinu brautina og það án niðurfellingar skulda.

Eina beina fjárhagsaðstoð skattgreiðenda við lántaka í tillögum ríkisstjórnarinnar felst í hækkun vaxtabóta. Þær aðgeðir ná beint til fólks með lágar og meðaltekjur og miklar skuldir. Það er það fólk, sem á í mestum erfiðleikum núna.

Það er einfaldlega ekki þörf á niðurfellingu skulda til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot meðan kreppan gengur yfir. Það eina, sem þarf að gera er að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu meðan fjárhagsstaða lántaka er slæm vegna kreppunnar.

Það hversu mikið þarf að lækka verð skuldabréfasafna gömlu bankanna til að mæta afskriftaþörf vegna þeirra útlánatapa, sem verða vegna þess að stór hluti skuldara er ekki borgunarmenn fyrir sínum skuldum breytir engu hvað varðar þá staðreynd að afláttur af skuldum þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum verður alltaf hreinn viðbótakostnaður við það. Sá kostnaður lendir ekki á kröfuhöfunum vegna þess að ekki er gert ráð fyrir honum þegar afskriftaþörf skuldabréfasafnanna er metin. Sá kostnaður lendir því á okkur Íslendingum en ekki kröfuhöfunum. Kröfuhafarnir fá því það sama hvort, sem þessi leið er farin eða ekki. Það eru hins vegar nýju bankarnir, sparisjóðrnir, lífeyrissjóðirnir og hugsanlega Íbúðalánasjóður, sem taka skellinn. Þá þar með einhverum hætti að bæta nýju bönkunum og sparisjóðunumn upp tapið til að eigin fé þeirra verði ásættanlegt og það lendir þá væntanlega að mestu leyti á ríkissjóði.

Hvað varðar orð þín um samanburðin við atvinnuleysisbótadæmið þá er það þannig að þeir, sem keyptu sína íbúð fyrir árið 2004 eru í flestum tilfellum í þeirri stöðu að bæðí verðmæti íbúða þeirra og laun hafa hækkað meira en vísitala neysluverðs til verðtryggingar frá því þeir keyptu íbúðina og tóku lánin þannig að vandséð verður hvaða "tjón" þeir hafa orðið fyrir, sem, þarf að bæta þeim með niðurellingu hluta lánsins. Hvað hina varðar þá vitum við ekki hvernig staðan hjá þeim verður eftir til dæmis fimm ár hvað þetta varðar því væntenlega mun húsnæðisverð og kaupmáttur launa hækka aftur eftir kreppuna. Það eru því líkur á því að það verði í raun aðeins þeir, sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu umtalsvert við sig á íbúðaverðbóluárunum 2005 til 2008, sem hægt er að segja að hafi orðið fyrir "tjóni" vegna verðtryggingarinnar. Þess vegna eru þessi samanburður ekki kjánalegur heldur mjög eðlileg samlíking við þessa fáránlegu tillögu Framsóknarmanna.

Sigurður M Grétarsson, 7.4.2009 kl. 20:37

9 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Semsagt Sigurður,  þá skil ég þessa síðustu grein þina þannig, að þú og Samfylkingin teljið að það að gera ekki neitt, kosti ekki neitt.  Ég er þér ekki sammála um það, en ég ber virðingu fyrir þínum skoðunum og ykkar allra í SF.  Hinsvegar finnst mér málefnastaða ykkar svo fátækleg að þið þurfið sí og æ að grípa til gífuryrða, eins og þú gerir hér að ofan og fólk sér í gegnum þetta fyrir kosningar.  Gangi ykkur áfram vel í kjarkleysinu og jafn verklitlir og þið eruð, það kemur ykkur í koll. 

Magnús Guðjónsson, 8.4.2009 kl. 00:10

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er engin að tala um að gera ekki neitt. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í þágu heimila eru í 18 liðum og þær leiðir gagnast heimilum landsins mun betur en þessi niðurfærsluleið Framsóknarflokksins. Það gagnast heimilum landsins ekki mikið að fá afslátt af lánum sínum og þurfa síðan að greiða fyrir það með sköttum sínum. Það á sérstaklega við þegar það eru fyrst og fremst þeir betur settu, sem hagnast á afslættinum en ekki þeir verst settu, sem þó þurfa að taka þátt í kostnaðinum með skattgreiðslum sínum.

Það er því röng fullyrðing hjá þér að ríkisstjórnin sé ekki að gera neitt. Það er orðin ansi þreytt umræða að hluta á alla þá, sem telja það að vera ekki að gera neitt fyrir skuldug heimili ef ekki er ætlunin að láta einhverja aðra greiða hluta af skuldum þeirra. Það að hjálpa heimilunum í gegnum erfiðasta hjallan vegna kreppunnar í þeirri von að staða þeirra batni þegar kreppunni linnir þannig að þau geti ráðið við sínar skuldir er ekki að gera ekki neitt. Í þeim tilfellum, sem viðkomandi fjölskyldur ná því ekki að greiða sínar skuldir eftir að kreppunni linnir þá þarf að taka á því máli með niðurfærslum. Það mun hins vegar væntanlega aðeins eiga við um lítin hluta fjölskyldna í landinu.

Það er einfaldlega mun skinsamlegra að fara þá leið því þannig verða skuldir ríkissjóðs mun minni þegar kreppunni linnir heldur en ef farin er niðurfærsluleið Framsóknarflokksins. það mun þá auðvelda okkur að komast út úr kreppunni og skapa hér traust velferðarþjóðfélag þegar henni lýkur.

Ef við hefðum efni á að láta ríkissjóð greiða hundruð milljarða króna til að taka á kreppunni þá væri mun skynsamlegra að nota þá peninga í mannaflsfrekar framkvæmdir til að skapa atvinnu heldur en að nota þá í að lækka skuldir fólks, sem getur alveg greitt sínar skuldir hjálparlaust.

Sigurður M Grétarsson, 8.4.2009 kl. 14:11

11 identicon

Það er fínt hjá þér að halda þessu á lofti Magnús enda hefur nýr formaður Framsóknar útskýrt þetta vel, m.a. með því að það er verið að gera sér grein fyrir tapi sem er þegar búið að gerast. Það er ekki verið að búa til tap núna því það varð á vakt XD og XS. Það er betra að gera það strax eins og XB leggur til frekar en síðar þegar fjárhagsleg og sálfræðilegt tjón er orðið enn meira. Betra en eða búa til atvinnubótavinnu fyrir hundruðir opinberra starfsmanna og lögfræðinga við að meta greiðslugetu þeirra (tug)þúsunda sem eru ófærir um að greiða skuldir sínar. Það er yfirleitt ekki vegna óráðsíu þeirra heldur vegna óhæfra efnahagsstjórnenda og bankaóráðsíu. Þetta er útskýrt vel í Tímanum í dag (fylgiblað með Fréttablaðinu).

Friðjón (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband