Hvað ætla þau að gera

sem mynda þessa ríkisstjórn sem nú situr?  Gera til að fólk missi ekki alla von um framtíð í þessu ágæta landi.  Ég var að horfa á Silfur Egils nú rétt í þessu og hlustaði í á SJS  fjármálaráðherra svara spurningunni um hvað á á gera fyrir heimilin í landinu ?  Það er eitthvað markvisst og hnitmiðað sem þarf að gera, það má alls ekki hlusta á tillögur Framsóknarflokksins, Tryggva Þórs Herbertssonar, Lilju Mósesdóttur, Borgarhreyfingarinnar, hagsmunasamtaka heimilanna um að leiðrétta handvirkt skuldir heimilanna, með einhverskonara niðurfærslu, hvað svo sem við köllum þessa aðgerð.  Á  maður bara að trúa því að þetta fólk sem segist vera félagshyggjufólk og vera í pólitík til að gæta að velferð borgaranna, ætli sér að hunsa allar skynsamlegar og félagslegar tillögur til lausnar fyrir boragana í þessu landi.  Sú félagshyggja sem þetta fólk sýnir okkur í verki þessar vikurnar er ekki sú félagshyggja sem ég vil og örugglega ekki saklaust fólk sem hefur verið rænt.  Fólk þessa lands hefur verið rænt eigum sínum í gegnum vísitölutryggingar sem styðjast við heimatílbúna verðbólgu, gengishrun krónunnar sem féll vegna áhlaups bankanna á krónuna til að framkalla ímyndaðan hagnað í bókum bankanna á síðasta ári í þeirri von að leikurinn gæti haldið áfram.  Að hlusta á talsmann SF  í Silfrinu áðan halda því fram að helstu rökin fyrir því að ekki megi leiðrétta neitt gagnvart heimilinum væri vegna þess  að forsætis, fjármála og viðskiptaráðherrarnir í ríkisstjórninni væru alfarið á móti þessum tillögum sem fram eru komnar, eru léttvæg rök.  Það er farið að fara ótrúlega mikið í taugarnar á mér að hlusta á þetta sama fólk snúa útúr öllum skynsamlegurm tillögum með sömu vitleysisrökunum um að það megi ekki hjálpa neinum sem hugsanlega kannski þarf ekki á því að halda. Afhverju gengur þessi ríkisstjórn ekki fram fyrir skjöldu og sýnir fólki það traust og höfðar til samkenndar fólks sem ekki þarf á niðurskriftum að halda, að það bara afþakki aðstoðina.  Þetta gæti verið stærsta skrefið í því að endurvekja traustið sem nauðsynlegt er að endurvekja í landinu.   Ríkisstjórn Íslands og talmenn þeirrar stefnu sem hún fylgir verða að fara að koma fram með lausnir fyrir fólk sem er að missa vonina eða  brjóta odd af oflæti sínu og nýta sér tillögur annarra sem fram eru komnar.  Það er nefnilega þannig að ef við ætlum að komast útúr þessari kreppu þá þarf fólk að vera í standi andlega og með einhverja von í brjósti til að berjast.  

Þessi blessaða ríkisstjórn virðist því miður vera  VONLAUS og er á góðri leið með að skapa algert vonleysi meðal þjóðarinnar.

Það sem þessi þjóð þarf nú er fyrst og fremst VON og TRAUST  og það skylda stjórnmálamanna sem vilja láta eitthvað eftir sig liggja að leggja sitt að mörkum til að skapa þetta tvennt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband