Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Kominn heim í Kópavog..

Shellmótið að baki,  okkar  menn þ.e.a.s.  Breiðablik 1  lenti í 4 sæti  mótsins  og þeir  töpuðu  bara  einum leik  af 10 sem þeir  spiluðu,  gerðu  3  jafntefli  og  unnu  6  leiki.   Frábær  árangur.   Þessir  dagar í  Vestmannaeyjum  voru  ákaflega  gefandi og  skemmtilegir.   Nú  tekur  við  nýtt  tímabil  hjá  mér  frá og  með  morgundeginum..  Fríið  sem ég ætlaði  mér  alltaf að  vera  í  í  einn mánuð  er  nú  á  enda  og alvara  lífsins  tekur við.    Ég  er  enn  að  vandræðast  með  doða  í  vinstri  hendinni  sem  háir mér  töluvert  sérstaklega á  lyklaborðinu á tölvunni og við  allar  fínhreyfingar.  

Það  eru  tvö  gullkorn  sem  eru  mér  ofarlega í  huga  þessa  dagana  og  þau  eru; 

"Þú  verður að læra  þá  erfiðu lexíu lífsins, að ekki munu allir  óska þér góðs  (Dan Rather)  og svo; 

"Okkar stærsta stund er ekki að  tapa  aldrei, heldur að rísa upp eftir hvern ósigur.  (Confusius)

 Hafið  það  eins og þið  viljið 

Magnús G.  Tounge

Hvað  gerir maður ekki fyrir  knattspyrnumenn ?

Þjónusta í lagi

 


Góður gangur í Vestmannaeyjum í dag..

hjá Hákoni og  félögum í  A liði  Breiðabliks.   Þeir  unnu  alla  leikina  í  dag  nokkuð sannfærandi  þó  þeir hafi verið  miserfiðir.  Keflavík  unnu þeir 6 - 0,  Skagann  7 -1  og  Þór 4 - 0.   Vænta má  erfiðari mótherja  á morgun og að  leikirnir verði  jafnari.   Hákon  hefur átt fína  leiki í  nýrri  stöðu  á  vellinum,  annarsvegar í  markinu  í  2  leiki og  einn leik  sem aftasti  maður í  vörn,  venjulega  hefur hann spilað sem fremsti maður í sókn.    Veðrið  hefur verið  indælt, nokkrir  skúrir hafa  fallið á okkur í  dag  en  milt og hægt  veður annars  og  engum til ama..  Þetta mót  er  frábærlega skipulagt  af  IBV  og  ekki síður af fararstjórunum okkar  hér  í  Breiðabliki  þeim Ingu Gísla  og Möggu  Skúla.

Ég  hlakka til  morgundagsins  og  fá  að  stússast í kringum strákana og taka  myndir  af leikjunum,  myndirnar getið  þið  séð inná  www.shellmot.is  og svo rekið þið ykkur áfram inní Breiðablik.

Hafið það eins og þið  viljið 

Magnús G Cool

Mynd  tekin af  strákunum fyrir fyrsta leik í morgun..

IMG_3848


Barcelona - Vestmannaeyjar

Kominn heim frá Barcelona  eftir frábæra ferð og  frábæra  ráðstefnu í  Saint Jordi  Höllinni  með  17.000  dreifingaraðilum frá  Evrópu.  Svo  er  Barcelona  alltaf jafn  skemmtileg að koma  til  og  ég er  að  byrja að þekkja borgina  aðeins  betur enda búinn að koma þangað  4 sinnum á  4 árum.   Nú  er  stefnan tekin á Shellmót  í  Vestmannaeyjum með Hákoni og  hans  félögum í  Breiðabliki.  Veðurspáin er frábær  og  vonandi  rætist hún,  svo  mótið  og veran í Eyjum verði  skemmtilegri.    Því  miður  er  höndin min  ekki  orðin nógu  góð  síðan um daginn og  ennþá er  ég  dofinn í  hálfri  hendinni   og  það  veldur mér  orðið  nokkru hugarangri og  stefni ég á að hitta sérfræðing  á næstu dögum vegna þessa..

Næstu dagar  munum snúast um fótbolta og fótbolta,  bara gaman 

Hafið það eins og  þið viljið 

Magnús G.  Cool

Ein mynd frá Barcelona  til gamans...

 Barcelona 2008


Ísbirnan dáin og

ég að ná  mér  í  hendinni,  allur að koma til,  bólgan að hverfa og tilfinningin að koma  til  baka.  Annars  var  þetta  góð áminning  um  hvers  virði  heilsan  er og  að  hafa  alla  útlimi  fúnkerandi  rétt og  góðu  standi.    Annars  af  Ísbjarnarmálinu á  Skaga og  öllu  ruglinu  í  Umhverfisráðuneytinu og  ráðherranum varðandi  þetta  mál.  Skilur ekki  konan að  flækingsísbirnir  sem  koma  hingað  eiga  ekki marga  valkosti og við  landsmenn  eigum það  ekki  heldur.   Það  á að  vera  aðgerðaráætlun í  gangi þegar  blessaðir birnirnir  ganga  á land  hér,  þreyttir  og  sársvangir  og  að  niðurlotum komnir,  það  á  að  lina  þjáningar þeirra  strax  og  koma í veg  fyrir að  alvarleg  slys verði á  búfénaði og  fólki  sem á vegi þeirra hugsanlega  verða.  Ég  er  ekki á móti  náttúruvernd  en  við  verðum að  gæta  skynsemi í því sem við  gerum og það  fer ekki vel  að  reyna að  draga  ísbirni  inní  pólitískan fíflaskap, eins og gert hefur verið. 

Nú  er  ég  á leiðinni  til  Barcelona  í  nokkra  daga og svo beint  í framhaldinu til  Vestmannaeyja á Shellmót  í  fótbolta. 

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G  Woundering


Kominn í Kópavog

eftir að hafa fokið  vestur á  Klaustur í  gær,  þ.e.a.s. þegar  það  var lens  en  á  milli  fauk ég  útaf  veginum  en slapp  óskaddaður  til  Kalla á  Icelandair  Hotel á Klaustri,  sem aumkaði  sig  yfir mig og lánaði mér  herbergi til  þvotta og  hvíldar í  3 tíma.  Frábært að  eiga  fólk eins  og  Kalla og Svönu að þegar maður þarf á því  að  halda.  Frábært  fólk  sem rekur glæsilegt  Hótel á Klaustri sem ég hvet  alla til að nýta  sér  á ferðum sínum.  Ég  tók  ákvörðun um það í  gær að segja  stopp  vegna  þessa  doða sem er í vinstri  hendinni  og hefur  heldur ágerst  og  ég var farinn að hafa  minni stjórn  á  hreyfingum en  áður,  þannig að  þetta var  bara  að verða hættulegt.   Það  er  talið að  ég sé  bólginn rétt neðan við úlnliðinn  og bólgan  þrýsti á  taugarnar  sem orsaki þetta.  Þetta á að  jafna sig á nokkrum dögum..  Ég  er  samt ánægður með túrinn  rúmir  400 km  á  4 dögum  og  langtimum  í  mótvindi..  Ég klára bara  hringinn þegar  Ísbjörninn er  kominn í  búr og höndin  í lag. 

Set  inn  tvær  myndir úr  ferðinni  þegar ég  fór af  stað 

Hjóatúr júní 2008 002

og  svo  eina af  búnaðinum,  tjaldinu, fararskjótanum og  kerrunni.

 

Hjóatúr júní 2008 041

 

Hafið það eins og þið viljið á Þjóðhátíðardaginn og  passið ykkur á Ísbjörnunum, þeir  eru hættulegir. 

Magnús G  Cool

 


Hjólað heim.....

Dagur 1.

Kominn á  Djúpavog  eftir  fyrsta  legg á  leiðinni  heim.  Það  gekk  ljómandi  vel í  dag,  lagði í hann kl.  1150 frá  Búðum  í  Fáskrúðsfirði  og  fór  á  Stöðvarfjörð  í  einni  lotu.  Hvíldi í  korter  og  hélt svo  áfram  sem leið lá  um Breiðdalinn og  suður í  Berufjörð..  100  km  lágu  í  dag  og  engin óhöpp eða óvæntar uppákomur  á leiðinni..  Náttúran  skartar sínu  fegursta og  maður  sér  náttúruna,  gróðurinn, lækina, fossana, fuglana  og  fegurð og mikilleik  fjallanna.   Fínn  dagur    kveldi kominn  og  ég  fer  að leggjast  til hvílu í litla  Gula tjaldinu mínu  sem  rúmar  mig  og  mig .. 

Dagur 2.

Fór af  stað  um 10 leytið  og hjólaði sem leið    yfir á Höfn og  kom þangað  um  2130  107  km  á  mæli,  veður  gott en  smá  vindur á köflum sem tafði mig  um eina 2  tíma.  Gist á tjaldsvæðinu á Höfn í  flottu  veðri..  Enn  í  nokkuð  góðu  formi  en  smá  doði í  vinstri hendinni  eftir  daginn..

Dagur 3.

Fór  frá  Höfn  um  11 leytið og  hjólaði í  vesturátt  án  þess að  hafa  ákveðinn  næturstað  í  huga,  endaði  á  Hótel Freysnesi  um   0030  eftir  135  km  vegalengd og  helvíti  var  gott að  taka bara  herbergi  í  nótt   enda  rigning  þegar ég  kom  þangað  og  ég  hefði  örugglega  ekki getað  tjaldað  vegna  doða  í  vinstri  hendinni  sem  hefur  aukist nokkuð  mikið..  Ég  var  heppinn  í  gær      vera  hreinlega  ekki drepinn,  fékk  bíl á  móti mér  rétt vestan  við  Smyrlabjörg  og  hann stefndi  bara  beint  á  mig  og  ég  alveg úti í  kanti mín megin.  Ég  held að bílsstjórinn hljóti að hafa sofnað  eða  verið í annarlegu ástandi,  þetta  er  það  svartasta  sem ég hef  séð  á  öllum þessu hjólaferðum mínum  og  ég var  ansi lengi að jafna mig  á  þessari  uppákomu.  Annars  hef  ég það  fínt    öðru leyti en  höndin  ergir  mig  mikið,  á mjög  erfitt með    t.d.  skrifa  vegna  doða í  2  fingrum og  smá stjórnleysi  á  höndinni,  sennilega  klemmt  taug,  sem  jafnar  sig  aftur .

Fróður  maður  sagði  mér að ég væri hálfnaður  til  Reykjavíkur  frá  Fáskrúðsfirði hér  í  Freysnesi

Ég ætla  að leggja í hann um 12  leytið  og  fara vonandi  á Klaustur  í næsta  legg.

 

Hafið  það  eins og þið  viljið  

Magnús G  í  Freysnesi  Whistling

 


Kominn í fjörðinn fagra, Fáskrúðsfjörð..

Kom  hingað í kvöld,  allt  klárt  til  brottfarar,  vagninn  kominn aftaní  hjólið  og  veðurspáin eins góð og  hugsast  getur  og  ég  klár  í  málið.    Það  verður  mér  sérstakalega  ljúft  að  fara  fyrsta spölinn  yfir á  Stöðvarfjörð  og  koma þangað  á  afmælisdegi  föður míns  heitins  sem  er  í  dag,  þ.  13. júní  og hefði hann orðið  79 ára  gamall ef  hann hefði  lifað til dagsins  í  dag.  Ég  fékk  þennan  fína  rúnt  í  kvöld með  mági mínum  honum Jóa Veigu  og  ryfjuðum við upp  hver  bjó  í hvaða  húsi  hér  áður fyrr og  hver  býr  þar  nú..   Alltaf  jafngaman  að  sjá  hvað  umgengnin  er  góð  í  kringum  starfsstöðvar  Kaupfélagsins  hér  á  staðnum.   Vonandi  halda  Fáskrúðsfirðingar sem allra  lengst í  Kaupfélagið  sitt  sem  er búin að vera  undirstaða  þessa  byggðarlags  í  75 ár  nú  í  ágúst n.k.  til  hamingju með  það.  

Hlakka til að  leggja í  ann og  stefni á  Djúpavog  í  það  minnsta  á  fyrsta  legg,  vonandi  aðeins  lengra..

Hafið það eins og þið viljið  um helgina 

Magnús á  Strönd  Cool

Þessi var  tekin í  fyrra með  Árbæ, æskuheimili  föður míns  í  bakgrunni.

IMG_1993

 


Er að leggja í ann...

austur á  Fáskrúðsfjörð  í  dag.   Ég  ætla  að  heimsækja  æskustöðvarnar  enn einu sinni  og  í  þetta  sinn  ætla  ég  að  hjóla  heim.   Ég  fer  með  Flugi austur í  kvöld  og  farangurinn er  hjólið mitt góða,  aftanívagninn  og  allt  sem  ég þarf  til  næstu  5-6  daga  svo sem  tjald, svefnpoka  næringu  ofl.  Veðurspáin  er  flott,  hægviðri og  þurrt  og  ef  hún  rætist  þá  verður það  yndælt.

Hafið  það eins og þið viljið  í  góða veðrinu..

Magnús G. Wink

Skelli inn  mynd  úr fyrri hjóaferðum.

HJÓLAVIKA 2005 070 


Hjólað í blíðunni, Hellisheiðarvirkjun og fl.......

Ég  hef  aðeins  verið að testa  hjólið  mitt undanfarna  daga  og  fór eina  þokkalega  ferð  í  gær.   Hjólaði uppí  Hellisheiðarvirkjun og  fékk  svona  glimrandi veður á leiðinni  og  lenti ekki í  neinum alvarlegum  aðstæðum á  þessari  fjölförnu  leið.   Bílsstjórar  stóru  trukkanna  mega  þó  alveg  láta  flauturnar vera  þegar þeir  nálgast  hjólafólk,  svona flaut  getur  sett  fólk  alveg  úr  jafnvægi  og  orsakað  alvarleg slys.    Ég  fékk  þessar  líka fínu  móttökur  hjá  OR  í  Hellisheiðarvirkjun,  var  boðið  súkkulaði,  kaffi,  vatn og  hvað  eina,   frábærar móttökur.   Ég  fékk líka smá  leiðsögn um  þetta  glæsilega  hús  og  hvað  háhitaorkuver  í  rauninni  er.   Ég  verð  nú að segja að áhugi  minn á  þessari  grein er  miklu  meiri  eftir en áður,  þeir  meira að  segja  skila  vatninu sem þeir nota  ekki  aftur niður í  jörðina  og  það  nýtist svo aftur og aftur,  þvílík verðmæti.

Ég  vil  nú  þakka  sérstaklega  Guðmundi Atla  og  Gulaugu Þórs  fyrir frábæra fræðslu og  móttökur og  þarna  fer  ég aftur og fæ  meiri fræðslu.  Kíkið á  tengilinn hér fyrir  neðan.

http://www.or.is/UmOR/Veiturogveitusvaedi/Virkjanir/Hellisheidarvirkjun/

Um síðustu  helgi  var ég  á  ættarmóti  á  Hörgslandi á Síðu,  ættarmóti  sem litaðist af  mikilli  bleytu  enda rigndi og  rigndi  hrikalega  sem  setti  auðvitað strik í reikninginn og  skemmdi  svolítið  stemmninguna,  en  alltaf  gaman  að  hitta ættingjana og  það  verður bara betra veður  næst. 

Ætla  að  skutla mér út  í góða veðrið,  hafið það eins og þið viljið..

Magnús G.  Cool 

Fjallganga á  ættarmóti.

P1000500

 


Vinir eða viðhlæjendur.....

Það eru ýmsir  mannkostir  sem  mér  eru  hugleiknir  þessa  dagana  eins og  heiðarleiki, áreiðanleiki  og  sannsögli.   Mér  hafa  verið  gefnar  ærnar  ástæður  til að  velta  þessum hlutum fyrir mér undanfarna  daga og  vikur.   

Einnig  hef  ég  velt  fyrir  mér  viðbrögðum fólks  við  sannleikanum  og  raunveruleikanum og  af  þessu  tilefni  langar mig að  skeyta  eftirfarandi  tilvitnum sem ég  rakst á  nýlega  og  vekur  vonandi  einhverja  til  umhugsunar um  raunverulega  vini  og  svo  viðhlæjendur..

 segir í Um vináttuna eftir Marcus Tullius Cicero.

"Það er fáránlegt að mönnum gremjist ekki það sem þeim ætti að gremjast en reiðist aftur á móti að ástæðulausu. Umvöndunin er það sem vekur reiði þeirra en ekki yfirsjónin. Þeir ættu þvert á móti að vera leiðir yfir mistökum sínum og gleðjast yfir að vera sagt til syndanna."

"Það er því við hæfi að vanda um við vini sína og það ber að gera af einurð en án harðneskju. Sá sem vandað er um við verður að taka því með þolinmæði og án þess að reiðast. Aftur á móti er ekkert eins skaðlegt vináttu og skjall, mjúkmælgi og fagurgali. Það má nefna það hvaða nafni sem er, það á ekki annað skilið en vera stimplað sem löstur og einkennir helst hverflynda svikahrappa sem ávallt tala eins og hver vill heyra, hver svo sem sannleikurinn er. Hræsni er ekki aðeins fyrirlitleg í hvívetna af því að hún afbakar sannleikann og hindrar menn í að greina rétt frá röngu heldur er hún vináttunni sérlega skaðleg því að hún eyðir einlægni og án hennar er vinátta einskis virði."

Cicero sem fæddist 106 f. Kr. 

Þessi  orð Cicero  eru  í  fullu gildi  ennþann dag  í  dag  eftir  2114  ár. 

Nú stefni  ég á ættarmót  austur á Síðu  næstu 2 dagana,  það verður  gaman að  hitta ættingja  sem maður hefur suma  ekki séð í  áraraðir,  hlakka  til þessa ættarmóts..

 Hafið  það eins og  þið  viljið um  helgina

Magnús G. Woundering


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband