Þessi vika er búin að vera alveg ótrúleg

Byrjaði á Glitnismálinu og svo hefur í raun hvert stórmálið rekið annað og dagurinn í dag enginn eftirbátur hinna.  Stóryrði hafa fallið um allt og alla, glæpamenn í útrás, þjófar í stjórnarráðinu og seðlabankanum, yfirvofandi vöruskortur í verslunum og fyrirsjáanleg einangrun landsins vegna eldsneytisskorts og ég veit ekki hvað og hvað ekki.  Eru menn að ganga af göflunum hér,  öfgarnar eru svo ótrúlegar í allar áttir og sveiflan svo gífurleg að þetta hefði einhverntíma kallað á læknishjálp.  Hvað hefur eiginlega gerst í raunveruleikanum ?   skyldi það vera að spákaupmennskan og græðgin sem ráðið hefur för svo margra hafi verið stöðvuð.  Menn ætluðu að græða svo mikið, svo Hrikalega mikið á svo skömmum tíma að allar leiðir voru notaðar til að framleiða "peninga/verðmæti" með allskyns millifærslum og krosseignarhaldi og flutningi á eignarhaldi á ímynduðum verðmætum og hvað nú ?  Hvar eru öll þessi verðmæti ?  Þau  eru hvergi, vegna þess að þau voru aldrei til nema í hugum einhverra og á einhverjum pappírum sem eru verðlausir af því að það voru engin raunveruleg verðmæti á bak við pappírana. 

Það getur vel verið að það verði harkalegur samdráttur og jafnvel kreppa, sem væntanlega mun neyða okkur inní  ESB, af því að það verður eina lausnin fyrir okkur og væntanlega verður það til góða fyrir börnin okkar, sem þá fá almennar leikreglur fyrir framtíðina, en ekki það gríðarlega óöryggi sem fylgir "setöppinu" sem við búum við í dag.   Eitt finnst mér hafa komið svo skírt í gegn þessa daga og það er hvernig viðskiptasiðferðið er orðið og ég held að þessi "tilbúna" kreppa sé tilkomin vegna þess lága siðferðis sem ríkir orðið í viðskiptum.  Græðgi og Óþolinmæðin eru svo mikil að menn svífast einskis til að græða sem mest, hvernig sem þeir fara að því og árangurinn er fyrir framan okkur, ástandið eins og það er í dag.  Auðvitað er ég ekki að alhæfa hér og sem betur fer eru ennþá grandvarir, þolinmóðir og heiðarlegir menn og konur ennþá í viðskiptum og á þeim munum við fljóta í gegnum þessa brotsjói sem framundan eru.

Ef  þetta ástand verður til þess að það verði hreinsun, þá verður það ekki til einskis.

Ég  heyrði einhversstaðar í gær eða dag að hugsanlega fengjum við aðstoð með gjaldeyri frá Rússum, hver ætli sé að "plögga" það,  kannski Davíð ??

Hafið það eins og þið viljið um helgina 

Magnús G. Wizard

P.S. og ég sem ætlaði aldrei að blogga um neitt annað en skemmtilega hluti, Já svona er lífið !!!!

Þetta tígrisdýr hér fyrir neðan er ALVÖRU  en einhverntíma voru spákaupmennirnir kallaðir "pappírstígrisdýr"

Bengal tígrisdýr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband