Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Er þetta virkilega nauðsynlegt

að setja þessa einstöku náttúruperlu, Elliðaárnar sem eru sennilega einu laxveiðilár í heiminum sem liggja í gegnum borgarlandið.  Ég trúi því ekki að það sé slíkur skortur á lóðum undir hesthús að nauðsynlegt sé að setja þessa náttúruperlu í hættu..  Endilega finnið annan stað fyrir hesthúsin..
mbl.is Mótmæla hesthúsum við Elliðaár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík uppgötvun

Það hefur ekki verið rætt um annað en erfiða stöðu atvinnulífsins og heimilanna á Íslandi siðustu mánuði og datt einhverjum í  hug að lánasöfn íslensku bankanna væru traust ?  Það er nánast helfrost á íslenskum markaði og ákaflega lítið að gerast í viðskiptalífinu, vextir óviðráðanlegir fyrir alla.  Ég er eiginlega bara hissa á BB að láta hafa þetta eftir sér, ef rétt er eftir honum haft..

 


mbl.is Lánasafn nýju bankanna afar lélegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju

býður Dagur sig ekki fram til formanns sjálfur ?  Ég hélt nú bara satt að segja að Jóhanna myndi hætta þessu þjarki í vor eftir rúmlega 30 ára þingsetu.  Annars er mér alveg sama hver verður formaður SF bæði Jóhanna og Dagur eru ágætis manneskjur og munu sjálfsagt spjara sig vel í formennsku hvort þeirra sem tekur það að sér.
mbl.is Rökrétt að Jóhanna taki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt hjá ykkur Blikar

Frábær árangur hjá Blikum að komast í úrslitakeppnina,  gangi ykkur allt í haginn...
mbl.is Breiðablik í úrslitakeppnina - Þór féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík snilld

hjá kvennlandsliðinu,  eru Norðmenn ekki  í 6 sæti heimslistans í kvennaknattspyrnu.  ÁFRAM ÍSLAND..
mbl.is Glæsilegur sigur Íslendinga á Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Settu þeim stólinn fyrir dyrnar Sigmundur

Það er ekki náttúrulögmál að ríkisstjórnir geri ekki það sem ætlast er til af þeim. 
mbl.is Fundað um stjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur er gleyminn

Hann er kannski bara alvarlega gleyminn.  Framsóknarflokkurinn studdi þessa ríkisstjórn með skilyrðum um að hún nýtti tímann til aðgerða, vegna þess að sú síðasta hrökklaðist frá vegna aðgerðaleysis.  Það er alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn studdi ekki þessa ríkisstjórn til að Össur gæti setið áfram sem ráðherra. Ég hef reyndar enga trú á því að hann verði það eftir kosningar, ég held að flestir séu búnir að fá nóg af þessari "krakkapólitík" Össurar.   Komið ykkur að verki og gerið það sem ykkur var veitt umboð til að gera, sem er að bjarga heimilum og atvinnulífi þessa lands.
mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband