Ég var aldrei neitt sérstaklega hrifinn

af Davíð Oddssyni sem stjórnmálamanni, fannst hann oftast hrokafullur og oft tala niður til fólks.  Hann gerir þetta svolítið ennþá kallinn og þess vegna hefur hann skapað sér óvildarmenn og óvilldin í hans garð er að aukast og reyndar finnst mér þetta nú stundum jaðra við einelti og hann er augljóslega rúinn öllu trausti,  hvort sem það er sanngjarnt eða ekki.   Það er  bara ekkert spurt um sanngirni þegar pólitík er annars vegar og þegar þjóðin er að taka á sig mestu byrgðar sem nokkur þjóð hefur tekið á sig vegna afglapa örfárra manna,  bankamanna, þingmanna og embættismanna.  Davíð verður ekki tekinn útúr þeim hópi,  hann er einn af þeim sem er ábyrgur og á að axla sína ábyrgð.   

Hinsvegar vil ég taka ofan hatt minn fyrir Davíð, fyrir að tala umbúðalaust um hlutina,  hætta þessu aumingjavæli um stöðuna og  segja ekkert eða í sumum tilfellum ljúga að þjóðinni eins og ráðherrarnir hafa gert undanfarnar vikur.   Það verður auðvitað að tala umbúðalaust og það gerir Davíð þessa dagana sem betur fer og bara þessvegna held ég að hann ætti að sitja aðeins lengur í seðlabankanum sem er hvort sem er orðinn útibú frá IMF og það skiptir sennilega litlu eða engu máli hver er útibússtjóri.    Ég skora á DO að tala bara út um hlutina  og  segja þjóðinni  það sem hann íjaði að í ræðunni í gær og allir hafa misst vatn útaf,  sérstaklega ráðherrar í ríkisstjórninni. 

Hafið það svo bara eins og þið viljið

Magnús G. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband