Vonbrigði

Og ég sem var farinn að halda að Þorgerður Katrín gæti orðið næsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins og satt best að segja þá leist mér bara vel á það.  Ef eitthvað er hæft í þessum sögum um tengsl hennar við hugsanlegar afskrftir krafna Kaupþings vegna kaupa á hlutafé þeirra hjóna í bankanum, þá tel ég nú að hennar glæsta pólitíska ferli sé lokið.   Ég  er  henni alveg sammála um að það verður allt að komast uppá borðið  í þessum efnum og við verðum að hreinsa allt út. 

 


mbl.is Menntamálaráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En málið er að það er skítalykt af þessu máli hjá Þorgerði og Kristjáni og hún er auðvitað búin að vita af þessu allan tíman og langt á undan öllum öðrum.

Valsól (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:53

2 identicon

Kæru bloggarar, vinir og vandamenn.....

Farið ávallt varlegar í að draga ályktanir af fréttaflutningi. Það eru alltaf þrjár hliðar á öllum málum... sagði hún amma mín. Mín hlið, þín hlið og rétta hliðin. Ég myndi ekki leggja upp með neina niðurstöðu fyrr en allt verður komið upp á yfirborðið. Lifið heil og samkvæmt bestu samvisku.

Hulda (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég hef alls ekkert alhæft um um tengsl Þorgerðar Katrínar en tjáði mig aðeins um mína skoðun á hugsanlegum afleiðingum fyrir hennar pólitíska feril ef hún er tengd þessu máli,  ég veit ekkert um málið annað en það sem kemur fram í fjölmiðlum og tjái um það á grundvelli þess, með þeim fyrirvara að upplýsingarnar séu réttar.  Satt best að segja, eins og jafnvel mátti lesa úr bloggfærslunni minni, þá vona ég ÞK  vegna, hennar fjölskyldu og sjálfstæðisflokksins að hún bara alls ekki bendluð við neitt óhreint.  Það mun vonandi allt koma uppá yfirborðið í málinu eins og þK  hefur reyndar hvatt til og ég er henni sammála og sennilega flestir.   En að lokum þá held ég að amma hennar Huldu hafi mjög mikið til síns máls og Rétta hliðin verður auðvitað að koma upp á endanum svo að þeir sem þurfa verði sáttir og glaðir.  Ég reyni að blogga með það að leiðarljósi að "aðgát skal höfð í nærveru sálar" og  það er nú kannski inntakið í athugasemd Huldu og hún á mikinn rétt á sér í bloggheimum, ekki síst á þeim tímum sem við lifum.  Ég er sáttur við samvisku mína hvað þessa færslu varðar og tel alls ekki að einn né neinn þurfi að sitja sár eftir hana, enda var það aldrei ætlunin. 

Magnús Guðjónsson, 5.11.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband