Þetta er náttúrulega bara kómískt.

Í morgun tilkynnir Seðlabankinn um 50% hækkun stýrivaxta úr 12 í 18% og allir vita að þetta mun hafa gríðarlega neikvæð áhrif á heimilin og atvinnulífið,  þetta tvennt sem stjórnmálamenn hafa hver í kapp við annan verið að halda fram undanfarna daga og vikur að verður að verja. Menn kenna IMF um þetta og segja að þeir krefjist þessara vaxtahækkana.  Hafa þeir einhvern hag af því að knésetja íslenskar fjölskyldur til að viðhalda handónýtri mynt sem krónan er, því allt er þetta víst gert til að bjarga henni.   Það er greinilegt að það er búið að taka hagstjórnina af ríkisstjórninni og Seðlabankanum og þeir eru orðnir að afgreiðslustofnun fyrir IMF. 

Það er nokkuð ljóst að gríðarleg eignaupptaka á sér stað þessar vikurnar, fólk er að horfa á eigur sínar falla í  verði og skuldbindingarnar hækka og eigið fé fólks rýrnar með hverjum deginum sem líður.   Ég  er löngu hættur að spá í Efnahagsreikninginn hjá mér,  það þíðir ekkert að vera að velta sér uppúr honum og ergja sig á því hvernig hann stendur,  það eina sem skiptir máli þessa dagana er reksturinn,  kemst maður í gegnum næstu daga og vikur, á maður fyrir mat og tekst manni að standa skil að skuldbindingum sínum.   Ég  sendi fyrirspurn á bankann minn um frestun afborgana og vaxta á húsnæðislánunum mínum og fékk neitun,  þrátt fyrir að ég hef alltaf verið í skilum og ekki átt í neinum vandræðum við bankann.

Næstu vikur og mánuðir verða örugglega helvíti töff  hjá okkur og næstu ár erfið um margt,  en það má ekki gefast upp,  við verðum að taka á því og keyra okkur  uppúr þessu ógeði öllu saman og tryggja að börnin okkar eigi góða framtíð í þessu landi og að regluverkið verði með þeim hætti að svona hlutir geti aldrei aftur komið upp. 

Áfram Ísland og höfum hugfast orðin í ljóðinu  "Ísland er land þitt, því aldrei mátt gleyma"

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Angry

Þjóðfáninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband