Enn og aftur til hamingju

Það eftirtektarvert nú í öllu þessu umróti hjá okkur að landslið matreiðslumeistara  skuli ná svona góðum fókus á erlendri grundu.  Mér skilst að þetta sé best árangur sem náðst hefur hjá Landsliðinu í sögunni og látum þetta verða okkur hvatningu til frekari dáða.  Innilegar hamingjuóskir. Cool
mbl.is Kokkalandsliðið sigursælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Í þessari keppni eru 32 þjóðir. Hver þjóð er dæmd út frá sjálfri sér en ekki í samanburði við önnur lönd. Í stuttu máli. Það geta allar þjóðirnar fengið gull, silfur og brons, ef vinna þeirra gefur tilefni til. Þjóðirnar fá stig fyrir heitan þriggja rétta kvöldverð. Eldað er fyrir 110 manns á áhveðnum tíma. Kaldaborðið er síðan dæmt eftir þremur flokkum og geta þjóðirnar fengið gull. silfur eða bronz í hverjum flokki. ísland fékk 1 gull og 2 silfur . Það sem endanlega raðar þjóðunum í verðlaunasæti er stigafjöldi. Það verður að teljast vonlítið að ísland verði í topp þrjú í heildar úrslitum, til þess þyrftum við að fá gull í heita matnum og 3 gull fyrir kaldaborðið. Reyndar hefur það gerst t.d 1998 vann Noregur þótt að þeir fengu gull fyrir heitamatinn og silfur fyrir kaldaborðið . Það skýrist af því að þeir fengu mörg stig fyrir heita matinn og mörg stig fyrir kalda borðið þó að það hafi ekki dugað til gulls. Svíar urðu í öðru sæti, og urðu brjálðir, því að þeir fengu gull fyrir heita matinn og gull fyrir kalda borðið. Stigaskor var bara aðeins of lágt fyrir Svíanna. Ég spái því að Ísland verði númer 7 í heildarkeppninni.

Ingvar.

Ingvar, 22.10.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband