Þú ert

það sem þú  gerir,  ekki það  sem þú  segir.    Ég  var  einhvern  veginn  harkalega  minntur  á  þessa  speki  þegar ég sá  kastljósið í kvöld,  þar  sem samfylkingarmaður  úr  samtökunum  Fagra  Ísland  var að svara fyrir  stefnu  SF  í  umhverfismálum,  fyrir  kosningar  og  eftir kosningar  og  þáttöku í  ríkisstjórn.   

Annars  er  alltaf  gott að  hafa  þetta  á  hreinu í  hverju sem menn eru að gera,  hver og  einn er fyrirmynd  fyrir einhvern og  það  er ekki trúverðugt að  segja t.d.  börnunum sínum að það sé hættulegt að reykja  og  að  þau skuli alls  ekki gera það,  en  reykja  sjálfur.   Þeir  sem tala  alltaf  um að  gera  hlutina  verða  aldrei  neitt annað  en  einhverjir gúmmítöffarar,  hinir  sem  gera  eru  alvöru..

Hafið  það eins og þið  viljið 

Magnús G.  Cool

Tarzan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband