Laugardagurinn fyrir páska...

Ţessi  laugardagur  hefur veriđ  fínn  og  ýmislegt  reikađ um hugann  sem  minnir á  ţennan dag.  Fyrir  35  árum var ég  á sjó  á trillu  frá Reykjavík.   Áhöfnin var  auk mín Fađir  minn  heitinn,  Friđgeir  bróđir  minn og  Jón Ţór  Sigurđsson sem  bjó  í sama húsi og  viđ  á Hlíđarveginum í  Kópavogi..  Grásleppuverđtíđin ţetta áriđ var ađ byrja og  viđ ađ  fara međ fyrstu  trossurnar.  Viđ  lónuđum úti viđ  7 baujuna,  karlinn hann pabbi  var  ađ  leggja  lokahönd á netin og  gera  ţau klár  til ađ leggja  ţau og  bađ  mig  um ađ  lóna  um  svćđiđ á  međan.   Ég  sá  nokkra fugla  sem hringuđu sig yfir einhverju  og ţeir vöktu athyglí  mína. ég  Hélt  í áttina ađ fuglunum  og  ţegar viđ áttum nokkra tugi  metra  ófarna ađ fuglunum  spratt  karlinn upp og  sagđi  ađ  ţađ vćri  mađur  í sjónum  beint  framundan bátnum,  sem og var.   Ţarna  var  kornungur mađur  sem hafđi  falliđ fyrir borđ á  Vita-varđskipinu Árvakri sem  fór  út  nokkru á undan okkur.   Viđ  drógum manninn um  borđ  og  settum á fullu ferđina í land  og  komum  manninum  heilum undir lćknishendur.   Ekki voru  netin lögđ  ţennan laugardaginn enda  ágćtur afli ađ bjarga  manni  og  vonandi hefur ţessum ágćta manni vegnađ  vel í lífinu.   

Dagurinn í  gćr  var  flottur,  ég  nýtti mér  nálćgđina  viđ  náttúruna  og  gekk hringinn í kringum Elliđavatn í  stórkostlegu  veđri,   ég  mćtti  nokkurhundruđ  hestamönnum sem nýttu góđa veđriđ  til  útreiđa.    Örugglega  frábćrt  hobby  hestamennskan,  sérstaklega á svona dögum.  Í  gćrkvöldi  fór  ég  svo  á  hátíđarfund  AA  samtakanna  í  Laugardalshöllinni  og  ţetta var frábćr  fundur og stórkostlegt ađ upplifa ţann góđa  anda sem ríkti á fundinum.   Strax eftir fundinn fór ég á  tónleika  til styrktar XA radio  ţar sem fram komu frábćrir  listamenn sem allir  gáfu  vinnu sína,  skemmtilegir  tónleikar og  vonandi safnađist nóg fyrir sendinum.

Á  skírdag gekk ég  á  Helgafell í roki og  frosti,  ansi  hressilegt og  ţó ađ  Helgafelliđ  sé  nú  ekki hátt var bara  helv. hvasst   uppi, fínn dagur skírdagur.. 

Annars ćtla ég ađ  taka ţví  eins rólega og  ég bara  get nú um páskana  og  slappa eins vel af og framast er í bođi.

Gleđilega páska og  hafiđ ţađ eins og ţiđ viljiđ um páskana..

Magnús G  Whistling

P1000344

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyţór Árnason

Ţetta hefur veriđ góđur dagur ţarna fyrir 35 árum. Gleđilega páska Maggi minn.

Eyţór Árnason, 23.3.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Magnús Guđjónsson

Já  takk Eyţór,  ţetta  var nú  einn af  ţessum góđu dögum  og  ég held  ađ pabbi  gamli hafi  lýst  ţessari  veiđiferđ  sem ţeirri stystu og  bestu sem hann  hafđi  fariđ  og  sennilega  er  ţađ  bara  ágćt  lýsing á ţessum degi..  Gleđilega páska  til ţín og  ţinna  og  skilađu bestu kveđjum..

Magnús Guđjónsson, 23.3.2008 kl. 21:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband