Margt ágætt

er eftir Forsætisráðherranum haft í þessari frétt og ekkert skrítið að hún tali fallega á 17. júní.  Jóhanna bendir á margar hættur sem framundan eru og þær stærstu að mínu mati eru hættan á "landflótta"  að það verði "brain drain"  og margt af okkar best menntaða og kjarkmesta fólki fari úr landi vegna þess að það hefur enga VON. Að fólkið sem er að missa allar eigur sínar og stendur til boða að borga niður glæpsamlegt gáleysi "gömlu bankanna"  og sér ekki fram úr því, til lengri tíma held ég að þetta sé þjóðinni hættulegast og geti orðið til þess að við náum okkur miklu síðar á strik aftur.   Því miður þá gefur Forsætisráðherrann okkur ekki mikla VON,  enda var kannski aldrei við því að búast..   Reyndar hef ég eftir því sem ég eldist og þroskast farið að fylgjast meira með því sem fólk gerir og hlusta minna á það sem það segir og því miður kemur núverandi ríkisstjórn ekki vel útúr því.

Gleðilega hátíð. 


mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband