Við fyrsta lestur snöggreiddist ég

og þjóðarstoltið blossaði upp og ég hugsaði bara, hendum þessum AGS gæjum úr landi og gerum þetta bara á eigin spítur með eða án norskra jafnaðarmanna í Seðlabankanum.   En svo fór ég nú að setja þetta allt í samhengi og róaðist nokkuð,  það er nú bara fínt að fá AGS til að setja pressu á þessa verklausu ríkisstjórn sem búin er að sitja í rúmlega 100 daga svo hún komi sér að verki og geri það sem gera þarf.  Mér sýnist samstarfsáætlun ríkisstjórnarflokkanna með þeim hætti að hér eigi að ganga milli bols og höfuðs á almenningi og verkleysið og kjarkleysið til að horfast í augu við hinn raunverulega vanda þjóðarinnar endurspeglast í kröfum AGS um að ríkisstjórnin verður að vinna. Það verður að koma bönkunum í starfhæft ástand og það verður að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu.   Áfram Ísland.. 
mbl.is Seðlabankinn í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband