Afhverju

fara nú menn ekki bara að snúa sér að vandanum og það skiptir bara engu máli í dag hvort Seðlabankinn varaði við að taka lán í erlendri mynt þegar fólk var með tekjurnar í krónum.  Það hlustaði enginn á Seðlabankann  vegna þess að fólk treysti honum ekki, bankanum sem gaf út hvert heilbrigðisvottorðið að talið var á Íslenskt efnahagslíf og bankastarfssemi.  Staðan virðist vera mjög einföld, ríkissjóður skuldar allt of mikið fyrir þetta lítla efnahagslíf, sveitarfélögin skulda allt of mikið og geta ekki staðið undir lögbundinni þjónustu, allt að 80% fyrirtækja landsins eru talin vera tæknilega gjaldþrota,  tugþúsundir heimila landsins eru tæknilega gjaldþrota og mörg þúsund fyrirtæki og heimili komin í greiðsluþrot.  Þetta blessaða fólk sem hefur tekið að sér að leiða þjóðina útúr ógöngunum sem þjóðinni hefur verið komið í, af m.a. þessu sama fólki sem brást skyldum sínum á Alþingi Íslendinga undanfarin ár, verður auðvitað að fara að koma sér að verki.  Það er sorglegt að fylgjast með verkleysi Ríkisstjórnarinnar (ríksstjórnar sem reyndar heldur að hún sé rosalega bissí  við að bjarga landinu og forystumenn hennar klifa á því alla daga í fjölmiðlum hvað sé rosalega mikið að gerast til að bjarga öllum sköpuðum hlutum.), meðan fólk missir hér vonina um mannsæmandi líf í þessu fallega landi okkar.  

Málið er einfalt,  Íslenskt samfélag þarf að horfast í augu við og semja sig frá þessum gríðarlegu skuldum sem við getum einfaldlega ekki greitt án þess að steypa þjóðinni í þrældóm um ókomin ár.

Förum bara í málið, þetta verður skíterfitt en eftirleikurinn verður miklu betri ef við semjum, við höfum til þess einstakt tækifæri núna.  Það þarf kjark til þessara verka og því miður virðist hann ekki vera til staðar í ríkisstjórninni.

Góða helgi og vonandi fer að hlýna..   


mbl.is „Eins og blaut tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

já , byrjum á að semja um að eignir útrásavíknga verði teknar upp í þessar skuldir.

GunniS, 9.5.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband