Ég er ekki í vafa um að

Kristján Þór Júlíusson hlýtur að vera einhver allra besti kosturinn sem sjálfstæðismenn eiga, þegar talað er um nýjan formann fyrir flokkinn.  Kristján talar mál sem fólk skilur, vegna þess að hann skilur fólkið landinu.  Þó að ég sé ekki í sjálfstæðisflokknum þá tel ég það vera algert stórmál hver verður formaður þess flokks á næsta landsfundi.  Kristján Þór Júlíusson væri skynsamlegur kostur fyrir sjálfstæðismenn og landsmenn alla.   Ég skora á hann að bjóða sig fram til formanns. 

 

 


mbl.is Kristján Þór íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég held að hann ætti að skella sér í formannsslaginn þrátt fyrir að sjálfstæðismenn séu líklega búnir að ákveða að Bjarni verði næsti formaður. Málið er bara það að Bjarni hefur það orð að vera spilltur vegna mikilla tengsla í ýmis fyrirtæki sem ekki hafa öll hver hreint mjöl í pokahorninu. En svo virðist vera sem lýðræðið í sjálfstæðisflokknum sé enn og aftur sett út í horn og að rússnesk kosning verði þar um Bjarna, enda er sjálfstæðisflokkurinn hvað líkastur kommúnistaflokki af þeim flokkum sem hér eru við líði.

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband